Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1966, Blaðsíða 14

Ægir - 15.10.1966, Blaðsíða 14
316 ÆGIR t Minningarorð: Benedikt Benediktsson fiskmatsmaður Hann andaðist að heimili sínu í Nes- kaupstað 15. september síðastliðinn. Fædd- ur var hann 18. apríl 1889. Foreldrar hans voru Margrét Hjálmardóttir og Benedikt Sveinsson, póstafgreiðslumaður á Borgar- eyri í Mjóafirði Ævistarf Benedikts var fyrst og fremst bundið við sjósókn og út- gerð. Vil ég því biðja Ægir að geyma mynd af honum ásamt þessum línum. Ekki verð- ur hér rakin ævisaga Benedikts, en aðeins getið í mjög stuttu máli nokkurra helztu þátta úr starfi hans. Framan af ævi stundaði hann sjó, á róðrarbátum, vélbátum og togurum. Síðar rak hann vélbátaútgerð sjálfur um nokkur ár. Sem sjómaður var hann harðsækinn og' traustur, má þar sérstaklega minnast skip- stjórnar hans á vélbátnum Drífu, tæpleg^ 30 lesta bát, sem hann stýrði á árunum 1921—1924, eða þar um bil, í flutningum milli Hornafjarðar og Austfjarða, með saltfisk austur, en ýmsar nauðsynjar út- gerðarinnar suður. Þessa þjónustu rækt1 Benedikt af trúmennsku, allir þeir er þa sóttu til Hornaf jarðar munu minnast þess er Drífa kom færandi hendi undir stjorn Benedikts, suður eða austur á hinar ýmsu hafnir austanlands. Aðallega voru þetta vetrarferðir, reyndi þá vissulega á karl- mennsku og glöggskyggni sjómannsins. Útgerð sína rak hann með myndarbrag" um nokkur ár. Er ég tók við starfi skipaeftirlitsmanns á Austfjörðum 1947, þurfti ég víða ap velja skipaskoðunarmenn, leitaði ég þá ti Benedikts, varð það að samkomulagi að hann tók við skipaskoðunarstarfi í NeS- kaupstað. Reyndist Benedikt í því starft- sem og öðrum störfum, samvizkusamur og traustur samstarfsmaður. Sem fiskmats- maður naut hann þeirrar þekkingar, sem hann öðlaðist frá barnæsku, við fiskverkuu og útgerð, í senn vandvirkni og mikil at- köst. Er við sjáum á eftir samferðamönn- unum, streyma minningarnar fram hvei af annarri allt frá barnæsku. Ég á aðem ánægjulegar minningar um Benedikt, sen alltaf var hress og glaður. Karlmennskim< bar hann með sér hvar sem hann f° * Kvæntur var hann Helgu Hinriksdóttur. sem lifir hann ásamt dóttur. Sendi ég þeim og öðrum vandamönnu hans innilegar samúðarkveðjur. Árni Vilhjálmsson. ! ^^^ __ rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega- Árgangurinn er ' /p ( 11 L3 kringum 450 síður og kostar 100 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- 1. sími er 10501. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólaf«íson, Prentað í ísafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.