Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 8
2 ÆGIR Sandgerði: Þaðan stunduðu 14 bátar veiðar, þar af 12 með línu, 1 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 236 lestir í 64 sjóferðum. Auk þess var afli aðkomu- báta og smábáta 28 lestir. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn í Sandgerði frá 1. jan.—31. des. var alls 24.031 lest. Keflavík: Þaðan stunduðu 43 bátar veið- ar og var afli þeirra sem hér segir: Lestir Sjóf. Rsekja 25 bátar m. línu ....... 276 94 6 bátar m. net ........ 71 13 4 bátar m. botnvörpu 68 10 8 bátar m. rækjutroll 12 7.4, 43 bátar alls með.... 415 129 7.4 Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn í Keflavík frá 1. jan.—31. des. var alls 28.608 lestir, þar af rækja 72 lestir. Vogar: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 2 með línu, 2 með botnvörpu og 1 með net. Aflinn var alls 55 lestir í 21 sjó- ferð. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn í Vogum frá 1. jan.—31. des. var alls 3.110 lestir, þar af sl. humar 30 lestir og rækja 2.1 lest. Hafnarfjöröur: Þaðan stunduðu 3 bátar veiðar, þar af 2 með botnvörpu og 1 með línu. Aflinn var alls 77 lestir í 10 sjóferð- um. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn í Hafnarfirði frá 1. jan. til 31. des. var alls 6.158 lestir, þar af rækja 10 lestir. ReykjavíJc: Þaðan stunduðu 8 bátar veiðar, þar af 3 með línu, 2 með botnvörpu, 1 með handfærum og 2 með rækjutroll. Aflinn var alls 152 lestir, þar af rækja 2.3 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 59 lestir. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn í Reykjavík frá 1. jan.—31. des. var alls 12.306 lestir. Akranes: Þaðan stunduðu 12 bátar veið- ar, þar af 10 með línu og 2 með net. Aflinn var alls 546 lestir í 111 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir Sjóf. 1. Runólfur (lína) ................ 74 12 2. Sæfari (lína) .................. 57 11 3. Æskan (lína) ................... 52 12 Heildaraflinn á Akranesi frá 1. jan.— 31. des. var alls 12.517 lestir. Rif: Þaðan stunduðu 7 bátar veiðar með línu og var afli þeirra 240 lestir í 58 sjó- ferðum. Gæftir voru stirðar. Hæsti bátur á þessu tímabili var Hamar með 67 lestir í 12 sjóferðum. Heildaraflinn á Rifi frá 1. jan.—31. des. var alls 7.343 lestir. Ólafsvík: Þaðan stunduðu 9 bátar veið- ar, þar af 4 með línu og 5 með botnvörpu. Aflinn var alls 214 lestir í 62 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Hæsti bátur á tíma- bilinu var Hilmir KE-7 með 76 lestir í 14 sjóferðum. Heildaraflinn í Ólafsvík frá 1. jan.—31. des. var alls 12.035 lestir, þar af rækja 3 lestir. Grundarf jöröur: Þaðan stunduðu 7 bát- ar veiðar, þar af 4 með línu, 2 með rækju- troll og 1 með skelplóg. Aflinn var alls 121 lest, þar af rækja 2.2 lestir og hörpudisk- ur 17 lestir. Gæftir voru slæmar. Hæsti bátur á tímabilinu var Ásgeir Kristjáns- son með 46 lestir í 7 sjóferðum. Heildar- aflinn í Grundarfirði frá 1. jan.—31. des. var alls 6.217 lestir, þar af rækja 147 lestir og hörpudiskur 80 lestir. Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 22 bát- ar veiðar, þar af 21 með skelplóg og 1 með línu. Aflinn var alls 582 lestir, þar af hörpudiskur 550 lestir. Gæftir voru slæm- ar. Heildaraflinn í Stykkishólmi frá 1. jan. —31. des. var alls 5.490 lestir, þar af hörpudiskur 1.616 lestir. (Hér er einungis talinn sá hörpudiskur, sem hefur farið á vigt, en talið er að ca. 2.600 lestir séu komn- ar á land í Stykkishólmi í desemberlok). VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í desember. Gæftir voru óstöðugar fyrstu 10 daga mánaðarins, en eftir það gerði ágætan gæftakafla. Fékkst þá góður afli, bæði á línu og í botnvörpu. 1 desember stunduðu 36 bátar róðra frá Vestfjörðum, reru 20 með línu en 16 stunduðu togveiðar. Á sama tíma í fyrra reru 22 bátar með línu, en 15 stunduðu togveiðar og í desember 1968 reru 28 bátar með línu, en þá stundaði að-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.