Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 3 eins 1 bátur togveiðar. Sýnir þetta ljóslega þá breytingu, sem hér er að verða á út- gerðinni. Heildaraflinn í mánuðinum varð 3.014 lestir, en var 3.400 lestir á sama tíma í fyrra. Afli línubátanna varð nú 1.503 lest- ir í 224 róðrum eða 6,71 lest að meðaltali í róðri, en í fyrra var afli 22 línubáta 2.132 lestir í 282 róðrum eða 7,56 lestir að meðal- tali í róðri. Aflahæsti báturinn í mánuðinum var Júlíus Geirmundsson, frá ísafirði, sem stundaði togveiðar. Aflaði hann 248.8 lest- ir, en í fyrra var Guðbjörg frá Isafirði aflahæst í desember með 205,6 lestir. Af línubátunum var Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði aflahæstur með 118,0 lestir í 16 róðrum, en í fyrra var Sólrún frá Bol- ungavík aflahæsti línubáturinn í desember með 167,4 lestir í 18 róðrum. Þessi haustvertíð er verulega lakari held- ur en í fyrra. Valda stopular gæftir þar miklu, en einnig tregari afli. Heildaraflinn á tímabilinu október/desember reyndist nú 6.682 lestir, en var 7.704 lestir yfir sama tímabil í fyrra. Aflahæsti línubáturinn á þessu tímabili er ólafur Friðbertsson með 234,8 lestir í 48 róðrum, en í fyrra var Guðmundur Péturs frá Bolungavík aflahæstur með 363,3 lestir í 51 róðri. Afli í einstökum verstöðvum: Patreksfjöröur: Lestir Sjóf. Látraröst 95,7 13 Vestri 89,2 10 Dofri 77,7 12 Þrymur tv 37,5 4 Tálknafjörður: Enginn afli. Píldudalur: Pétur Thorsteinsson tv. . . 36,0 1 Þingeyri: Sléttunes tv 121,8 6 Pramnes 79,6 13 Pjölnir .... 60,7 11 Elateyri: Sóley tv 47,6 3 Sölvi 43,4 6 Bragi 33,7 7 Asgeir Torfason 28,3 6 Suðureyri Lestir Sjóf. Ólafur Friðbertsson .... 118,0 16 Sif 109,2 12 Friðbert Guðmundsson .. 96,9 12 Kristján Guðmundsson tv. 83,8 6 Stefnir 46,5 10 Bolungavik: Gígja tv 180,4 6 Sólrún 116,2 15 Hugrún tv 96,5 4 Guðmundur Péturs .... 75,8 9 Flosi 66,0 12 Stígandi 37,0 12 Hnífsdalur: Mímir tv 71,1 6 Asgeir Kristján 36,9 7 Guðrún Guðleifsd. tv. . . 23,4 2 Isafjörður: Júlíus Geirmundsson tv. . 248,8 7 Guðrún Jónsdóttir tv. . . 158.2 7 Guðbjörg tv 104,5 5 Hrönn 94,8 13 Guðný 92,3 13 Víkingur II 91,7 12 Guðbjartur Kristján tv. 32,5 2 Víkingar III. tv 83,9 4 Súðavík Kofri tv 163,0 5 Valur tv 37,4 2 í yfirlitinu er miðað við óslægðan fisk. tv. = togveiðar. Rækjuveiðarnar: Rækjuveiðar í Arnarfirði hófust 21. sept. og laulc vertíð í lok nóvember. Heild- araflinn var þá orðinn 210 lestir, en var 207 lestir á sama tímabili í fyrra. Þá stunduðu 9 bátar rækjuveiðar frá Bíldu- dal, en í haust oftast 14 bátar. Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi hófust 5. október og lauk vertíð 12. desember. Höfðu þá borizt á land 935 lestir, en í fyrra var aflinn á sama tímabili 606 lestir. Des- emberaflinn varð nú aðeins 72 lestir, en var 127 lestir í fyrra. Þá stunduðu 27 bát- ar veiðar í desember, en í haust hafa lengst af verið 45 bátar við veiðar. Veiðiheim- ildir bátanna voru rýmkaðar verulega í haust. Er nú heimilt að veiða 160 lestir í viku hverri, og má hver bátur veiða allt að 6 lestir, en undanfarna vetur hefur Framhald á bls. 8.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.