Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 11

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 11
ÆGIR 5 Tvílembmgabotntroll o tvílembmsaflottroll ÞESSl grein er endursögn, með nokkrum innskotum, af erindi, sem lagt var fram á FAO-ráðstefnunni, sem haldin var í Reykjavík í maí í fyrra. Erindið er nr. 44 í erindaflokki ráðstefnunnar og það er tek- ið saman af R. Steinberg við Institut fiir Fangtechnik í Hamborg. Rétt er að minna á, að orðið troll merkir hér í greininni all- an togútbúnaðinn — vörpu, bobbinga, grandara (hlera), togvíra, o. s. frv. — en orðið varpa aðeins vörpuna sjálfa. Það er máski fordild að nota orðið tví- lembmgatroll í stað tveggja báta trolls, en það er eilítið þjóðlegra. Hér fyrir eina tíð var það líka orðin föst málvenja að kalla þá báta tvílembinga, sem voru tveir saman um eitt veiðarfæri (herpinót). Meginástæðan til þess, að menn fóru að nota tvílembingatroll, var sú, að þegar fiskur, einkum síld, tók að tregast í Norð- ursjónum og Eystrasalti, varð þörf á stærri vörpum með mikilli opnun, ef halda átti uppi afköstunum í minnkandi fiskmagni á veiðislóðinni. Flotinn, sem þær þjóðir áttu, sem lágu að áðurnefndum veiðisvæðum, var almennt of lítill og vélvana til að bátarnir gætu einir sér ráðið við jafnstórar vörpur og menn töldu orðið nauðsynlegt að nota. Það var svo leitað þessarar lausnar, að láta tvo báta, venjulega 50—60 tonna báta, sem var algengasta stærð bátaflotans, draga botnvörpu saman. Meginkostir tvílemb- ingatrollsins eru þessir: 1) Hægt er að nýta báta, eins og áður segir, sem ekki hafa vélarafl né stærð til að veiða stakir með stórum vörpum eða á djúpu vatni. 2) Ekki er þörf á hlerum og minnkar það mjög mótstöðuna og það gefur mögu- leika á enn stærri vörpu, en þó næst mikil lárétt opnun á tvílembingavörpuna. 3) Bátarnir fara ekki yfir torfuna eða fiskinn, eins og þegar um einn bát er að ræða og er það vafalaust mikill kostur á síldveiðum með vörpu. Vírarnir fara ekki heldur yfir eða í torfuna. En tvílembingatrollið hefur líka sína ókosti miðað við einlembinginn. 1) Tveir bátar eiga óhægara með en einn bátur að toga í gjóstri eða brælu. Þeir geta varla verið í meira en 5—6 vindstigum, að minnsta kosti ekki sú stærð af tvílemb- ingum, sem notuð hefur verið og veldur því mest brasið við að koma gröndurunum á milli, við upphífingu eða köstun og einn- ig mönnum til vinnu um borð í því skipinu, sem innbyrðir vörpuna og aflann. 2) Tvílembingar verða að vera nákvæm- lega eins að stærð og vélaafli, segir í er- indi Steinbergs, en vitaskuld má samhæfa dráttarkraftinn, ef skipin eru með skipti- skrúfu, þó að um eilítið mismunandi hest- aflafjölda sé að ræða. 3) Og loks er að nefna þann annmark- ann, sem flestir telja jafnvel mestan á tví- lembingafyrirkomulaginu, en það er að fá skipstjórana til að vinna saman. I því sam- bandi höfum við íslendingar nokkra reynslu og hana ekki svo slæma, þar sem er tvílembingafyrirkomulagið við herpi- nótaveiðar fyrir stríðið hið síðara. Það var aldrei nema um einn fiskiskipstjóra að ræða, sem þá réð öllu um tilhögun veið- anna. I flestum umræðum útlendinga um tvílembingafyrirkomulagið, virðast þeir gera ráð fyrir tveimur jafnráðandi skip- stjórum, sem þurfi að koma sér saman á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.