Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR 7 bátar Þjóðverjanna almennt stærri en Eystrasaltsbátarnir. Steinberg segir, að vegna aðsteðjandi of- veiðihættu hafi dregið úr tvílembingaveið- um með botnvörpu í Norðursjó og það sama segir hann hér á eftir um tvílemb- ingaveiðar með flotvörpu. Tvílembingabotnvörpurnar eru að heita iná einvörðungu tveggja leisa vörpur og stærð þeirra fer vitaskuld eftir því drátt- arafli sem hlutaðeigandi skip hafa. Á tví- lembingum með 150—220 hestafla vélar þykir hæfilegt að hringmál vörpunnar við bússumið séu um það bil 500 möskvar með 160 mm riðli (sjá skýringarmynd). Fót- reipuslengd þessara varpna er 200—210 fet og opnunin á hæðina 25—30 fet. Þessar vörpur hafa mesta lóðrétta opnun af öll- um þýzkum botnvörpum og eru þess vegna sérlega vel fallnar til að notast jafnframt sem hálfgildingsflotvörpur (semi-pelagic trawl). Trollútbúnaðurinn við þessa þýzku tví- lembingabotnvörpu er sýndur á 2. mynd Meginatriði útbúnaðarins er að hafður sé nógur þungi til að halda vörpunni niðri við botninn. Engan útbúnað þarf vegna láréttu opnunarinnar. Sú opnun fer eftir fjarlægðinni milli bátanna. Á síðubátum, eins og flestir þýzku tví- lembingarnir eru, verður að kasta vörp- unni ásamt gröndurunum frá öðrum bátn- um og síðan er endi annars grandarans fluttur yfir í hinn tvílembinginn og tengd- ur togvírnum þar. Bátunum er því næst snúið á togstefnuna og slakað út eins og þurfa þykir. Það þarf að nota tiltölulega mikla víralengd á tvílembingatogi. Ef um grunnt vatn er að ræða þarf hlutfallið milli dýpis og víralengdar að vera milli 1:10 og 1:15. Eftir því sem dýpkar minnkar þetta hlutfall, en verður samt alltaf hærra en þegar um einn bát er að ræða. Þegar híft er, þá hífa báðir þar til kem- ur að lóðunum sem báðir innbyrða, en þá lásar annar sínum grandara frá og hann er fluttur yfir í bátinn, sem innbyrðir vörpuna. Eins og ljóst er af framansögðu, fer mest af vinnunni við köstun og hífingu fram í öðrum bátnum í senn, og þess vegna er venja að flytja fólkið á milli skipa eftir aðstæðum og þörfum. Tvílembingaflotvarpa. Orðið flotvarpa, er ágætisorð, en það er varla réttnefni á því veiðarfæri, sem það er notað sem heiti á hérlendis, enda annað óskylt veiðarfæri til, þó að það sé ekki notað hér, með þessu heiti. Erlenda heit- ið á þessari vörpu, sem hægt er að toga með niður undir botn og uppundir yfirborð var fyrst „pelagic" varpa, en þar sem það var ekki réttnefni, þegar farið var að veiða botnfisk á allmiklu dýpi í þessa vörpu, þá er nú orðið „miðsævarvarpa", notað víðast hvar (á enskunni: midwatertrawl) og það heiti er rökrétt myndað, þar sem veiðar- færið veiðir hvorki við yfirborð né botn. Orðið flotvarpa er þó orðið rótfast í máli okkar og miklu skemmtilegra orð en mið- sævarvarpa og þess vegna kannski rétt að halda því, þar til eitthvert annað veiðar- færi kemur, sem á meiri rétt til nafnsins. Framhald á bls. 10. 2. mynd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.