Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1971, Qupperneq 4

Ægir - 01.02.1971, Qupperneq 4
18 ÆGIR félagsins mun ástæðan fremur vera að meiri tími fór í viðhald og viðgerðir, því að afli á togtíma eða úthaldsdag var sízt minni en árið áður. Síldaraflinn fór enn minnkandi á árinu og varð nú einungis 45 þús. lestir. Engin síld veiddist úr norska vorgotsstofninum, sem var aðaluppistaða íslenzkra síldveiða á síðasta áratug. Á árinu 1969 veiddu Is- lendingar innan við eitt þús. lestir úr þeim stofni. Veiðar úr íslenzkum síldarstofnum voru og minni en á árinu 1969. Nam aflinn einungis um 17 þús. lestum borið saman við um 23,5 þús. lestir þá. Ekki er vitað hvort þetta stafar af því, að stofnarnir hafi enn minnkað. Hinsvegar var í gildi veiðibann frá 15. febr. til 15. sept. og er það lengra tímabil en undanfarin ár. Einn- ig var haustið óvenju ógæftasamt. Á móti minni síldarafla vó að einhverju leyti hagstætt verðlag síldarafurða. Síldveiðar í Norðursjó voru stundaðar af meira kappi en áður. Var aflinn á þeim slóðum nokkuð meiri. Nær öllum aflanum var landað í erlendum höfnum, mest í Dan- mörku. Fékkst yfirleitt mjög gott verð fyrir hann. Höfðu veiðar þessar mikla þýð- ingu fyrir þau skip, er þær stunduðu. Afli krabbadýra (rækju og humars) jókst nokkuð. Var um að ræða lengra veiðitímabil á humarveiðum svo og aukna sókn rækjuveiðibáta og fund nýrra gjöf- ulla miða. Á árinu 1969 hófu þeir Bolvíkingar undir forystu Einars Guðfinnssonar og sona hans veiðar á hörpudiski. Var um brautryðjendastarf að ræða, sem jók nýj- um þætti við íslenzkan sjávarútveg. Á s.l. ári stórjókst sókn og afli á þessum skel- fiski. Enda þótt lítið sé um hörpudisk vitað hér við land, virðist þó augljóst, að hann er allútbreiddur við norðanvert landið. Ætlunin er að stórauka rannsóknir á krabba- og skeldýrum á þessu ári, svo og leit að nýjum miðum. Hagnýting þorskaflans var með svipuðu sniði og undanfarið. Ivið meira magn, hlutfallslega, fór í frystingu (alls 61%) og söltun (alls 20%). Dróst skreiðarverk- un saman samsvarandi úr 10% heildar- afla 1969 í 7% 1970, því að önnur hag- nýting var hin sama (ísfiskur, innan- landsneyzla o. fl.). Hagnýting síldaraflans breyttist að sjálfsögðu nokkuð. Dró allverulega úr söltun hér á landi, en landanir ísaðrar síldar jukust verulega hlutfallslega. Hag- nýting annars sjávarafla tók litlum breyt- ingum. Hvalveiðar: Að venju stunduðu 4 bátar hvalveiðar. Var veiðin sem hér segir: 1970 1969 Langreyður 272 251 Búrhvalir 61 105 Landreyður 44 69 Samtals 377 423 Framleiðsla hvalafurða: 1970 1989 smál. smál. Hvallýsi 2.490 2.808 Þar af búrhvalslýsi ... . 553 2.575 Kjöt 2.575 2.418 Kjötkraftur 85 100 Ástand fiskstofna. Á s.l. ári fóru fram miklar umræður um hættulegt ástand margra fiskstofna í Norður-Atlantshafi og um vænlegar leiðir til bjargar. Við austurströnd N. Ameríku hefur gengdarlaus sókn undanfarin ár dregið mjög úr afla ýmissa fisktegunda. Var m. a. samþykktur og komið á í árs- byrjun 1970 aflakvóta fyrir ýsu og lýsing á nokkrum þýðingarmiklum veiðisvæðum. Er samskonar kvóti einnig í gildi á þessu ári. Þessi ákvörðun snertir ekki beint ís- lenzka hagsmuni. Á NA svæðinu, þ. e. frá Grænlandi til

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.