Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 21 en, þeir störfuðu þó fram á haust þar til afhendingartími eldri samninga rann út. Talið er fullvíst að ríkisstjórnin í Perú hafi fullan hug á að reyna að halda uppi og stuðla að föstu verðlagi á fiskmjöli og lýsi, jafnvel með því að takmarka veiðar ef með þarf. Einnig er sagt að Perúmenn fylgist vel með fiskistofninum og hafi hug á að koma í veg fyrir ofveiði. Allt þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur Islendinga og mikið undir því komið fyrir okkur hvernig þróun þessara mála verður í Perú. Tryggvi ölafsson: Þorskalýsisframleiðslan 1970. Framleiðsla á þorskalýsi nam 5403 tonn- uni á árinu 1970, en var 4696 tonn árið áður og hefur þannig aukizt um 707 tonn. Eftirfarandi tafla sýnir framleiðsluna í tonnum undanfarin 8 ár og í hvaða ástandi hún var seld: ll oí ej rH ]—' m >>> .2 a m £«>. t>58 0 2 v <H Æ -H _H o9 2 ¦ð S M § !?.S 1963 7753 1869 2557 3771 8197 753 1964 10270 1611 3279 4900 9790 812 1965 7602 1617 3020 1541 6178 818 1966 6457 1374 2843 1670 5887 578 1967 4530 952 1650 249 2851 232 1968 4575 944 1525 2834 5303 757 1969 4564 853 1519 2325 4696 735 1970 5403 1088 897 3360 5345 497 Birgðir í ársbyrjun voru 1582 tonn en í árslok 1144. __ utflutningur á meðalalýsi hefur aukizt lítið eitt miðað við undanfarin 3 ár, en fóðurlýsisútflutningurinn hefur minnkað að mun, eins og sjá má á töflunni. Heild- arframleiðslan hefur aukizt um rösk 800 tonn miðað við næstu þrjú ár á undan. samkvæmt stofnunar Tékkóslóvakía og Pólland keyptu hvorki meðalalýsi né fóðurlýsi á ár- inu, en þessi lönd keyptu talsvert magn fyrir nokkr- um árum. Lýsisinnihald lifrarinnar í ver- stöðvum á Reykja- nesi og í Eeykja- vík reyndist vera 55.2% að meðaltali (56.3% árið áður), efnagreiningu Rannsóknar- fiskiðnaðarins. Vítamíninni- haldið í lýsinu var svipað og undanfarin ár. Fyrir vertíðarlifur frá ofangreindum verstöðvum voru greiddar kr. 6.72 fyrir kíló á aðgerðarstað. Ef núverandi verðlag á fisk- og jurtaolíum á heimsmarkaðinum helzt á hinu nýbyrjaða ári, sem lítur út fyr- ir að verði að minnsta kosti fyrri hluta ársins, ætti lifrarverðið að hækka nokkuð fyrir framleiðslu þessa árs. Togarar og smærri verstöðvar í kring- um landið hafa fleygt talsverðu magni af lifur undanfarin ár vegna hins lága verðs. Nú mun þetta breytast. Á því ári, sem nú er að byrja, er líklegt að lifrin verði hag- nýtt mun betur en verið hefur. Lýsisherzla: Á árinu 1970 jókst framleiðsla og sala harðfeiti verulega. Eins og á undanförnum árum var eingöngu um að ræða fram- leiðslu til innanlandsnota, enda er afkasta- geta herzlunnar lítt umfram það magn, sem innanlandsmarkaðurinn þarfnast. Til herzlunnar voru keypt samtals 955 tonn lýsis, sem skiptist þannig: 603 tonn búklýsi 352 tonn lifrarlýsi Framleidd voru á árinu 813 tonn af harðfeiti og seld voru 787 tonn. Verð á lýsi fór mjög hækkandi allt árið svo og öðrum hráefnum s.s. nikkel, vetni og fleiru, og varð það til þess að verð hinnar full-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.