Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 9
ÆGTR 23 árum var blokkin orðin um % hlutar fram- leiðslunnar. Samdráttur varð í framleiðslu ýsuflaka úr 5.907 smálestum árið 1969, í 5.087 smá- lestir 1970. Stafaði það af minni ýsuveiði. Mikil aukning varð í framleiðslu ufsa- flaka og blokka, eða úr 9.954 smálestum í 12.834 smálestir árið 1970. Stærsti hluti bessarar framleiðslu var fyrir markaðina 1 Sovétrík.iunum og Tékkóslóvakíu. Framleiðsla gi'álúðu var 2.350 smálestir, sem var svipað og árið áður. Veruleg aukning varð í frystingu hum- ars og rækju. Framleiddu SH og SÍS 1319 smálestir, sem var 243 smálestum eða 22.5% meira en árið áður. Eitt frystihús innan SH, Hraðfrystihús Eolungavíkur h.f., hóf á árinu 1969 til- raunir með framleiðslu á fiski úr hörpu- diski fyrir Ameríkumarkað. Tilraunir og salan gáfu góða raun, og á s.l. ári varð heildarframleiðsla þessara afurða 240 smá- iestir. Arið 1970 var svo til engin síld fryst til utflutnings. Hins vegar voru frystar 1000 smálestir af loðnu fyrir japanska markað- mn. Var það 250 smálestum meira en árið 1969. lítflutningur. Etflutningur frystra sjávarafurða 1970 var 104.388 smálestir, að verðmæti 5.208 ttillj. króna. Miðað við magn, var um 17.025 smálesta eða 19.4% aukningu að ræða frá árinu áður. Verðmætisaukning var 1639.2 millj. króna eða 43.1% Eftir helztu afurðaflokkum var útflutn- ingurinn sem hér segir: 1970 1969 pryst fiskflök Smál. Ml. kr. Smál. Ml. kr. °!7 blokk 81.098 4.289.3 67.749 2.923.9 Heilfr. fiskur 11.213 245.8 8.602 191.1 Brogn, fryst pryst rækja 2.922 109.9 1.742 59.0 og humar 1.768 515.6 1.339 345.1 pr. fiskúrgangur 6.362 38.3 6.170 32.5 Freðsíld 5 0.1 1.001 11.6 pryst loðna 1.020 9.3 760 6.0 104.388 6.208.4 87.363 3.569.2 I fyrsta skiptið í sögunni fór útflutning- ur hraðfrystra sjávarafurða frá íslandi yfir 100.000 smálestir. Þegar útflutningur- inn nálgaðist þetta mark fyrir nokkrum árum, var fryst síld veigamikill hluti magnsins, 20—30.000 smálestir. Nú er sá afurðaflokkur horfinn úr útflutningnum. Á síðustu þrem árum hefur aftur á móti hafizt útflutningur frystrar loðnu til Jap- an. Fer hann stöðugt vaxandi og verður væntanlega 2000 smálestir á yfirstandandi ári, ef veiði og verkun leyfir. SH og SlS hafa haft forgöngu um uppbyggingu markaðar í Japan fyrir loðnu frá Is- landi. Er nauðsynlegt að unninn mark- aðsaðstaða fái að vaxa og styrkjast með eðlilegum hætti í skjóli þeirra samninga, sem SH og SlS hafa gert við trausta kaup- endur í Japan. Fryst fiskflök og fiskblokkir voru 82% útflutningsins miðað við verðmæti. Var það sama hlutfall og árið áður. Að magni var aukningin 13.349 smálestir, eða 19.7% og verðmæti 1365.4 millj. kr. eða 46.6%. Helztu markaðslönd voru: Smál. Millj. kr. Bandaríkin 57.226 3.366.3 Sovétríkin 15.637 584.0 Bretland 2.094 105.8 Sem sjá má af ofangreindum tölum, fór 76% útflutnings frystra flaka og blokka til tveggja landa, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Aukning varð á útflutningi þess- ara afurða til Bretlands úr 711 smálestum árið 1969 í 2094 smálestir 1970. Gætir þar nokkurra áhrifa frá Efta-aðild Islands og þar af leiðandi betri viðskiptakjara í út- flutningi frystra fiskflaka og blokka til Bretlands. Sem fyrr, fór mestur hluti heilfrysta fisksins til Sovétríkjanna. Nokkur aukn- ing varð á sölu frystra fiskflaka inn á meginland Evrópu, og seldist m. a. nokkurt magn fiskblokkar til Vestur-Þýzkalands. Horfur eru á, að auknir sölumöguleikar séu inn á þessa markaði í framtíðinni, á samkeppnishæfu verði við aðra markaði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.