Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 10
24 ÆGIR Stöðugur vöxtur er í útflutningi til Bandaríkjanna, sem á síðustu 4 árum hef- ur aukizt um 167%, eins og eftirfarandi yfirlit ber með sér: 1967 1968 1969 1970 21.394 smál. 34.123 — 47.006 — 57.226 — Hinar nýju fiskiðnaðarverksmiðjur SH og SÍS í Bandaríkjunum eiga án nokkurs vafa ríkan þátt í, hversu vel hefur til tek- izt að selja íslenzkar sjávarafurðir á þess- um markaði. Hlutdeild íslendinga í fram- leiðslu og sölu verksmiðjuframleiddra fisk- rétta hefur aukizt á síðustu árum, jafn- framt aukinni heildarneyzlu á markaðn- um. Skjót viðbrögð Islendinga í framleiðslu og sölu fiskflaka í „fish & chips"-búðirnar, sem hafa verið að rísa upp með miklum hraða, hafa einnig ráðið miklu. Á s.l. ári varð verðþróunin á bandaríska markaðnum með þeim hætti, að telja má til eindæma. Miklar verðhækkanir urðu á flestum afurðategundum, sérstaklega á fiskblokkum. Hafði það mjög örvandi áhrif á framleiðslu hraðfrystra sjávar- afurða. Verðlag á þorskblokk var um síð- ustu áramót komið í 39—40 cent per pund- ið, en hafði verið 25—26 cent í ársbyrjun. Helmingur verðhækkana frá viðmiðunar- verðum fer í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins og skal ekki ráðstafað nema verð- lækkanir eigi sér stað. Um framtíðarþróun þessara mála er erfitt að segja. Vart er við því að búast, að verðhækkanir verði í Bandaríkjunum á þessu ári. Hvort unnt verður að halda nú- verandi verðlagi, skal engu um spáð. Mikil áherzla verður lögð á að halda hinni góðu stöðu, sem tryggð hefur verið í Bandaríkj- unum og styrkja þann grundvöll, sem þar hefur verið lagður. Mikilsvert er að vetrarvertíð verði góð og að sem minnstar truflanir verði á rekstri hraðfrystihúsanna. Haldist jafn- vægi í efnahagsmálum innanlands og á verðlagi afurðanna erlendis, er þess að vænta, að árið 1971 geti orðið hraðfrysti- húsunum hagstætt. Þorskveiði Norðmanna 1971 Heildarafli smál. Hert smál. Saltað smál. ísað smál. Frystflök smdl. Meðalalýsi Söltuð hrogn smál. smál. 1971 23/1 1970 31/1 11.068 14.831 640 1.175 6.444 7.396 915 1.483 3.069 4.777 5.470 1.225 6.867 1.460 THE BELFAST ROPEWORK COMPANY LTD., Belfast, IMorður-lrlandi. ROPES CORDS f BRG rMNeSTW|NEs\ Framleiða allskonar kaðla, botnvörpugarn, netja- garn, seglgarn, bindigarn, fiskilínur, botnvörpur o. fl., úr manillu, sísal, grasi, mjúkum hampi, Teryl- ene, Nylon og öðrum þekktum gerfiefnum. BELFAST-verksmiðjan er stærsta fyrirtæki heims- ins í sinni grein, og hefur selt framleiðsluvörur sín- ar til Islands í áratugi. Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h. f.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.