Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1971, Blaðsíða 16

Ægir - 15.02.1971, Blaðsíða 16
42 ÆGIR eftir að verða alltíðir gestir í veiðarfær- um grálúðu- og rækjubáta sem kunna að sækja á djúpmið kalda sjávarins í fram- tíðinni. Svarthveðnir, Centrolophus niger (Gmelin). Þann 6. maí veiddi v/s Hafrenningur GK í net á 30—40 faðma dýpi 35 cm lang- an og 350 gramma þungan svarthveðnis- hæng útaf Hópsnesi við Grindavík. Síðan 2. október 1948 að svarthveðnir veiddist fyrst á íslandsmiðum hefur teg- undin verið að veiðast af og til og munu a. m. k. 10—15 svarthveðnar hafa veiðzt í námunda við Island s.l. 22 ár svo að kunnugt sé um. Gráröndungur, Crenimugil labrosus (Risso). Við Holtsós undan Eyjafjöllum veiddist þann 10. júlí 42 cm langur gráröndungur. Þessi flækingsfiskur að sunnan hefur verið að sýna sig hér við land af og til síðan 1903 að hans varð fyrst vart. Hefur hann fundizt allt í kring um landið. Heim- kynni gráröndungs eru Miðjarðarhaf og Norðuratlantshafið frá Kanaríeyjum til Bretlandseyja og síðan slangrar hann til Færeyja, Noregs og Islands. Sandhverfa, Psetta 'tnaxima (L.). A. m. k. fjórar sandhverfur veiddust á árinu. Þá fyrstu veiddi v/b Staðarberg GK þann 31. maí á Hraunsvík. Var það 5 ára hængur og 43 cm langur. í júní veidd- ist ein 55 cm löng og önnur í ágúst 69 cm og báðar á Selvogsbanka og var þeim hald- ið lifandi um tíma í búri í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Loks veiddist 60 cm sand- hverfuhængur í september einhversstaðar við suður- eða suðvesturströndina. Auk ofantaldra fisktegunda má geta 80 cm langrar sæsteinsugu (Petromyzon marinus L.) sem veiddist við Surtsey 1. október. Að lokum færi ég þeim Sveini Nikulás- syni á Raufarhöfn og Friðrik Jessyni og Sigurgeir Sigurðssyni í Vestmannaeyjum beztu þakkir fyrir veittar upplýsingar. Summary. The following rare fishes were recorded by the Marine Research Institute in Reykjavík during 1970: Chaidiodus sloa- nei sloanei, Nemichthys scolapaceus, Cili- ata mustéla, Ciliata septentrionalis, Callio- nymus lyra, Lycodes esmarki, Lycodes seminudus, Centrolophus niger, Crenimu- gil labrosus, Psetta maxima. DRIFKEÐJUR OG KEÐJUHJÓL. FLESTAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI. LANDSSMIÐJAN SÍMI: 20680

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.