Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1971, Blaðsíða 17

Ægir - 15.02.1971, Blaðsíða 17
ÆGIR 43 Norsk áform um að reisa saltfiskþurrkstöð í Brasilíu. , »Norges handels- og söfarts tidende" birtist ynr áramótin greinargerð frá Landssambandi norskra saltfiskútflytjenda í tilefni af frétt um Pað, að norskt fyrirtæki, Öivind Lorentzen Aeti- v!*ies. væri með áform um að reisa í samvinnu vio brasiliskt fyrirtæki, Pescanova S/A, stóra, nytízku saltfiskþurrkstöð í Brasilíu. Norskir saltf iskútf lyt j endur eru að vonum uggandi út af Pessu, eins og fram kemur í greinargerð lands- sambandsins, en þar segir m. a.: „Fréttin um þessi áform hefur vakið undrun °g ugg meðal saltfiskútflytjenda í Noregi. Að norskt fyrirtæki skuli, í skjóli þess að Brasilía nllast þróunarland, reyna að fá stuðning frá Noregi við þessi áform sín undir því yfirskini, að um þróunarhjálp sé að ræða, virðist í þessu dviki í hæsta máta óviðeigandi. Eftir náin kynni vor af Brasilíu getum vér með er>gu móti flokkað hana með t. d. þróunarlöndun- Um í Afi-íku. Brasilíu er á mörgun sviðum ekki aðeins á undan, heldur langt á undan Noregi að Pvi er efnahagsþróun varðar. Samtök vor munu mótmæla því við hlutaðeig- aucii norsk yfirvöld, að áform um að reisa stóra wýtízku saltfiskþurrkstöð verði hrundið í fram- 'væmd með norskri ábyrgð. I öllum löndum eru framleiddar vörur, sem af oattúrlegum ástæðum er eðlilegt að séu framleidd- ar Þar og fluttar út. í Brasilíu er kaffi náttúrleg ramleiðsla. í Noregi fiskur. Hingað til hefur saltfiskur verið helzta útflutningsvara Norð- manna til Brasilíu. Norðmenn kaupa mest af 'affi sínu þaðan. Það virðist langsótt, að hitabeltisland, sem ^efur yfirjei-tt engin náttúrleg skilyrði til að tramleiða saltfisk, skuli reisa þurrkstöð með stuðningi frá norskum aðilum. Og hráefnið? Það á að sækja m. a. til fiski- miðanna við Labrador og Grænland, sem þegar eru nýtt af mörgum fiskveiðiþjóðum og undan- farin ár hafa sýnt greinileg merki um ofveiði. Félagar í landssambandinu fluttu út 15791 lest af saltfiski til Brasilíu 1969. Til októberloka 1970 nam útflutningurinn 15.444 lestum. Þetta svarar til um 40.000 lesta af fiski upp úr sjó. Norskur fiskiðnaður hefur, eins og kunnugt er, átt í erfiðleikum undanfarin ár. Ekki bætir það ástandið, þegar norskir aðilar með fyrirhugaðri aðstoð frá norska ríkinu hyggjast styðja með ráðum og dáð land til framleiðslu á vöru, sem það hefur ekki náttúrleg skilyrði til að fram- leiða, en getur á hinn bóginn orðið til tjóns fyrir norskan fiskiðnað, fiskimenn og það fólk, sem vinnur að verkun aflans". Norskir matvælaframleiðendur stofna útflutningssamtök. Þrettán norsk matvælaútflutningsfyrirtæki hafa myndað með sér samtök í því augnamiði að auka markaðsstarfsemi í Frakklandi. Flest fyrir- tækin hafa áður komizt með vörur sínar inn á franskan markað, en þau telja, að möguleikar séu á aukinni sölu með öflugri markaðsstarf- semi og eru þeirrar skoðunar, að það verði bezt gert með samvinnu. Áform eru uppi um að auka sýningar í verzl- unum, sameiginlegt átak til að hafa áhrif á franska innflytjendur og samhæfing annarra söluhvetjandi ráðstafana. Samtökin hafa þegar komið sér í samband við alla helztu matvælainn- flytjendur í Frakklandi og fengið góðar undir- tektir. Að Norsk Matcentrum, en svo nefnast samtök- in, standa fjölmörg fyrirtæki í ýmsum greinum: niðursuðuverksmiðjur, freðfiskframleiðendur, rækjuverksmiðjur, flatbrauðsverksmiðjur, samtök mjólkurframleiðenda, ölgerðir o. fl. Samtökin munu starfa sem miðstöð fyrir með- limi sína heima í Noregi, en skrifstofa útflutn- ingsráðs Noregs í París mun sjá um starfsemina í Frakklandi. Samvinnan er fyrst um sinn ákveð- in til eins árs. N. H. og S. T. Þorskveiði Norðmanna 1971 Heildarafli Herí Saltað ísað Fryst flök Meðalalýsi Söltuð hrogn smái. smál. smál. smál. smál. hl. hl. 19.702 898 11.889 1.732 5.183 9.970 2.801 14.831 1.175 7.396 1.483 4.777 6.867 1.460 1971 30/1 1970 31/1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.