Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 6
60 ÆGIR Ráðstefna FAO um mengun heims- hafanna í Rómaborg 9—18. des. 1970 RÁÐSTEFNAN fjallaði um mengun heimshafanna, áhrif mengunar á líf- ið í sjónum og fiskveiðarnar. Ráðstefn- una sóttu rúmlega 300 vísindamenn víðs vegar að úr veröldinni, ekki sem fulltrúar ríkisstjórna, heldur sem sérfræðingar. Þeirra á meðal voru Geir Arnesen efna- verkfræðingur frá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og undirritaður frá Hafrann- sóknastofnuninni. Fyrir ráðstefnunni lágu um 150 rann- sóknaskýrslur, sem skipt var niður í eftir- farandi efnisflokka: 1. Mengunarástand sjávarins nú á dögum. 2. Ferill og afdrif mengunarefna í sjón- um. 3. Áhrif mengunar á lífsferil lífveranna í sjónum. 4. Umhverfisbreytingar og áhrif þeirra á samfélag lífveranna í sjónum. 5. Tæknileg vandamál við að draga úr mengun og vinna gegn áhrifum hennar. 6. Áhrif mengunarefna á gæði fiskafurða og fiskveiðar. 7. Vísindalegur grundvöllur fyrir alþjóð- legri löggjöf um eftirlit með mengun vegna varðveizlu auðæfa sjávarins og fiskveiðanna. Þannig voru hin fræðilegu sérsvið mála- flokkanna margvísleg og ekki á færi fárra manna, enda höfðu margar þjóðir á að skipa fjölmennum sendisveitum, og var greinilegt að ráðstefnan var talinn mjög þýðingarmikil. Hin ýmsu sérsvið málaflokkanna voru líffræðilegs, efnafræðilegs, haffræðilegs, íslenzku fulltrúamir á FAO-ráðstefnunni í Rómaborg. — Geir Ame- sen frá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins t. h., Svend-Aage Malmberg frá Hafrannsóknastofn- uninni fyrir miðju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.