Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 6
72 ÆGIR Bolungavík 804 Hnífsdalur 292 Isafjörður 1.416 Súðavík 377 ( 506 ( 230 (1.007 ( 201 Janúar 5.651 3.731 (4.060 — ) (5.107 — ) Samtals: 9.382 (9.167 ) Aflahæstu bátarnir frá 1. jan. f ebrúar: 28. 1. Júlíus Geirmundsson, Isafirði, tv. 2. Kofri, Súðavík, tv 3. Gígja, Bolungavík, tv. 4. Guðbjörg, Isaf. 5. Sólrún, Bolungavík, 1. 6. Tálknfirðingur, Tálknaf. 1. 7. Tungufell, Tálknafirði, 1. 8. Guðbjartur Kristján, Is., tv. 9. Guðm. Péturs., Bol., 1. 10. Þrymur, Patreksfirði, 1. Lestir Sjóf. 402,2 396,7 391,3 386,7 350,3 344,0 334,0 333,5 329,8 327,1 9 9 7 9 40 35 37 9 40 33 Rækjuveiðarnar Rækjuafli í Isafjarðardjúpi var mjög góður allan mánuðinn, en í Arnarfirði og Húnaflóa var aflinn heldur rýrari en í fyrra. Alls bárust á land í fjórðungnum 704 lestir af rækju, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 1.107 lestir. 1 fyrra var febrúaraflinn 550 lestir og heildarafl- inn frá áramótum 896 lestir. Frá Bíldudal voru gerðir út 15 bátar til rækjuveiða í Arnarfirði, og var heildar- afli þeirra í mánuðinum 103 lestir í 291 róðri. Aflahæstir voru Vísir með 13,3 lest- ir og Dröfn með 11,5 lestir. I fyrra voru gerðir út 11 bátar frá Bíldudal og varð heildarafli þeirra í febrúar 107 lestir í 207 róðrum. Frá verstöðvunum við Isafjarðardjúp voru gerðir út 45 bátar til rækjuveiða, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 523 lestir. Afli var yfirleitt góður allan mán- uðinn og beztur síðustu vikuna, en þá bár- ust á land 176 lestir. Fengu margir bát- arnir ágætan afla utarlega í Djúpinu, úti undir öskubak og jafnvel úti í Kvíamiði. í fyrra stunduðu 32 bátar rækjuveiðar í Isafjarðardjúpi í febrúar og varð heildar- afli þeirra 334 lestir í mánuðinum. Frá verstöðvunum við Steingrímsfjörð voru gerðir út 11 bátar til rækjuveiða. Var heildarafli þeirra í mánuðinum 78 lestir. Framan af mánuðinum var afli heldur lé- legur og rækjan smá, en síðari hluta mán- aðarins fékkst ágætur afli á Reykjarfirði. I fyrra stunduðu 9 bátar rækjuveiðar frá Hólmavík og Drangsnesi, og var heildar- aflinn í febrúar 109 lestir. Aflahæstu bát- arnir nú voru Birgir með 10,0 lestir, Sigur- björg með 9,8 lestir og Guðrún Guðmunds- dóttir með 9,5 lestir. TOGARARNIR % marz 1971 Togaraverkfallinu, sem hófst 6. janúar lauk um mánaðamótin febrúar—marz. Togaraflotinn var því í höfn allan febrúar- mánuð, að öðru leyti en því að togarinn Narfi landaði í Grímsby 2.—4. febrúar afla úr veiðiför, sem hófst fyrir áramót. Flest héldu skipin á miðin þegar eftir að verkfallinu lauk. Veiði togaranna í marz hefur yfirleitt verið fremur treg. öll hafa skipin að einu undanskildu veitt á heima- miðum, mest úti af Vestur- og Suðvestur- landi. Meginuppistaða aflans er þorskur, karfi og ufsi. Einn togaranna, Maí, hélt á miðin við Nýfundnaland, en þangað hafa íslenzkir togarar ekki sótt að undanförnu. Afli reyndist þar fremur rýr. Frá Ný- fundnalandsmiðum hélt Maí á miðin við Austur-Grænland og gaf það betri raun. — Veiðíförinni lauk skipið með tveggja daga veiði á heimamiðum. Heimalandanir í marz voru 26, afli 3749.0 lestir. Þrír togarar lönduðu erlend- is 446.4 lestum fyrir 10.853 þús. kr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.