Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 6
Æ G I R 72 Bolungavík 804 — Hnífsdalur 292 — Isafjörður 1.416 — Súðavík 377 — ( 506 ( 230 (1.007 ( 201 — ) — ) — ) — ) 5.651 — (4.060 — ) Janúar 3.731 — (5.107 — ) Samtals: 9.382 — (9.167 — ) Aflahæstu bátarnir frá 1. jan. - - 28. febrúar: Lestir Sjðf. 1. Júlíus Geirmundsson, Isafirði, tv. 402,2 9 2. Kofri, Súðavík, tv 396,7 9 3. Gígja, Bolungavík, tv. 391,3 7 4. Guðbjörg, Isaf. 386,7 9 5. Sólrún, Bolungavík, 1. 350,3 40 6. Tálknfirðingur, Tálknaf. 1. 344,0 35 7. Tungufell, Tálknafirði, 1. 334,0 37 8. Guðbjartur Kristján, ls., tv. . 333,5 9 9. Guðm. Péturs., Bol., 1. 329,8 40 10. Þrymur, Patreksfirði, 1. 327,1 33 Rækjuveiðarnar Rækjuafli í Isafjarðardjúpi var mjög góður allan mánuðinn, en í Arnarfirði og Húnaflóa var aflinn heldur rýrari en í fyrra. Alls bárust á land í fjórðungnum 704 lestir af rækju, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 1.107 lestir. f fyrra var febrúaraflinn 550 lestir og heildarafl- inn frá áramótum 896 lestir. Frá Bíldudal voru gerðir út 15 bátar til rækjuveiða í Arnarfirði, og var heildar- afli þeirra í mánuðinum 103 lestir í 291 róðri. Aflahæstir voru Vísir með 13,3 lest- ir og Dröfn með 11,5 lestir. í fyrra voru gerðir út 11 bátar frá Bíldudal og varð heildarafli þeirra í febrúar 107 lestir í 207 róðrum. Frá verstöðvunum við ísafjarðardjúp voru gerðir út 45 bátar til rækjuveiða, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 523 lestir. Afli var yfirleitt góður allan mán- uðinn og beztur síðustu vikuna, en þá bár- ust á land 176 lestir. Fengu margir bát- arnir ágætan afla utarlega í Djúpinu, úti undir öskubak og jafnvel úti í Kvíamiði. f fyrra stunduðu 32 bátar rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi í febrúar og varð heildar- afli þeirra 334 lestir í mánuðinum. Frá verstöðvunum við Steingrímsfjörð voru gerðir út 11 bátar til rækjuveiða. Var heildarafli þeirra í mánuðinum 78 lestir. Framan af mánuðinum var afli heldur lé- legur og rækjan smá, en síðari hluta mán- aðarins fékkst ágætur afli á Reykjarfirði. í fyrra stunduðu 9 bátar rækjuveiðar frá Hólmavík og Drangsnesi, og var heildar- aflinn í febrúar 109 lestir. Aflahæstu bát- arnir nú voru Birgir með 10,0 lestir, Sigur- björg með 9,8 lestir og Guðrún Guðmunds- dóttir með 9,5 lestir. TOGARARNIR í marz 1971 Togaraverkfallinu, sem hófst 6. janúar lauk um mánaðamótin febrúar—marz. Togaraflotinn var því í höfn allan febrúar- mánuð, að öðru leyti en því að togarinn Narfi landaði í Grímsby 2.—4. febrúar afla úr veiðiför, sem hófst fyrir áramót. Flest héldu skipin á miðin þegar eftir að verkfallinu lauk. Veiði togaranna í marz hefur yfirleitt verið fremur treg. öll hafa skipin að einu undanskildu veitt á heima- miðum, mest úti af Vestur- og Suðvestur- landi. Meginuppistaða aflans er þorskur, karfi og ufsi. Einn togaranna, Maí, hélt á miðin við Nýfundnaland, en þangað hafa íslenzkir togarar ekki sótt að undanförnu. Afli reyndist þar fremur rýr. Frá Ný- fundnalandsmiðum hélt Maí á miðin við Austur-Grænland og gaf það betri raun. — Veiðiförinni lauk skipið með tveggja daga veiði á heimamiðum. Heimalandanir í marz voru 26, afli 3749.0 lestir. Þrír togarar lönduðu erlend- is 446.4 lestum fyrir 10.853 þús. kr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.