Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR
73
Sjávarútvegurinn 1970
Nokhrir forustumenn í sjávarútvegi og fiskiðnaði gefa í þessu og nœstu
blöðum stutt yfirlit ytir árið sem leið, og ratða ástand og horfur.
Tómas Þorvaldsson:
Saltfiskframleiðslan 1970.
Það hefur verið
venja að birta í
Ægi um hver ára-
mót yfirlit yfir
einstakar fram-
Pleiðslugreinar
sjávarútvegsins.
^k.: __^i B seint á ferðinni og
^dg B •*-**¦ aðrar greinar um
B |É J sjávarútveginn
^^^W-.M'jH. HR hafa þegar getið
Uln gæftir, aflabrögð og þess háttar sleppi
eg því.
Það er nú svo, að síðustu hundrað árin,
aö minnsta kosti, hafa fiskveiðar lands-
^anna og sala fisks í ýmsu formi og frá-
Sangi verið sterkasta efnahagsstoðin í ís-
'enzku þjóðlífi. Og langt aftur í aldir höf-
Ul*i við um það heimildir að sótt hafi verið
öl fanga á sjóinn og þá fyrst og fremst til
udrýginda hinu íslenzka bændaþjóðfé-
lap, enda þótt nokkur útflutningur ætti
^er stað á skreið nokkrar aldir aftur í
1]ttann. Var hér ekki eingöngu um að
r£eða þa er bjuggu við sjávarsíðuna, held-
Ur var þá einnig mikið um aðdrætti sjó-
angs til sveitabýlanna og var „útgerð"
^tunduð frá ýmsum stórbýlum, svo sem
biskupssetrunum að Hólum og í Skálholti
°S þá frá ýmsum stöðum t. d. frá Skálholti:
a Akranesi og í Þorlákshöfn, Selatöngum
vsem er miðsvegar milli Krýsuvíkur og
^indavíkur) og eins í Grindavík.
Mai'gir eldri menn muna eflaust
"Skreiðarlestirnar". Það er þegar bændur
°mu með lestir hesta og fengu keypta
skreið fyrir peninga eða í skiptum fyrir
landbúnaðarafurðir. Allt var þetta skreið-
arverkun á bolfiski og einnig þurrkaðir
þorskhausar.
Snemma stóð hugur Islendinga til frek-
ari sjósóknar og til þess að fá stærri fleyt-
ur en þeir höfðu haft til þessa brúks. Ýtti
þar undir, er þeir sáu Frakka, Englend-
inga, Hollendinga, Spánverja o. fl. hér á
djúpmiðunum árum saman og höfðu af
því fregnir að þeim yrði vel til fanga. Á
síðustu öld fór heldur að rofa til í þessum
efnum, og voru það þá fyrst skúturnar,
síðan togararnir og mótorbátar. Voru mót-
orbátarnir oft kallaðir línuveiðarar, að
minnsta kosti þeir stærri, sem ekki komu
daglega að landi. Með þessari þróun kom
einnig það, að saltnotkun jókst mikið til
að verja fiskinn skemmdum (saltfiskverk-
un) og kom þá til þess að leita þurfti mark-
aðs fyrir hann, en það var þá fljótlega að
hinn rómanski heimur þ. e. a. s. Miðjarð-
arhafslöndin, þ. e. Spánn, Italía, Grikk-
land ásamt Portúgal, urðu drýgst í kaup-
um og síðan Suður-Ameríka svo sem
Brasilía, sem var stærst, svo og ýmis önnur
ríki, er fram komu í þessari grein, á ára-
tugunum fram að 1940. Fram að stríðinu
var svo að segja allur fiskurinn saltaður,
vaskaður og þurrkaður og seldur þannig úr
landi. Var um að ræða mjög góðan fisk,
því hér var að miklu leyti um heimilisiðn-
að að ræða, ef svo mætti segja og einnig
unnið af höndum, sem vanizt höfðu slíku
frá blautu barnsbeini. Skilningur almenn-
ings og þjóðarinnar allrar var og betri þá
en nú á því að hér var fjöregg þjóðarinn-
ar, sem það og er enn í dag.
Á styrjaldarárunum 1940—1945 lokuð-
ust saltfiskmarkaðslöndin að mestu, en
þess í stað varð nægur markaður fyrir ís-