Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1971, Page 8

Ægir - 01.04.1971, Page 8
74 Æ GIR varinn fisk og hraðfrystan á Bretlandseyj- um, en hraðfrystiiðnaðurinn óx úr grasi á þessum árum þótt hann hefði verið til í smáum stíl hér á landi seinustu árin fyrir stríð. Er heimsstyrjöldinni lauk var svo komið að saltfiskverkun varð hér ekki lengur nr. 1, heldur nr. 2 og hefur þróunin orðið sú að heldur er það lakara efni sem fer í salt nú, því að það bezta fer í fryst- ingu, en við lokun Afríkumarkaðsins fyrir skreið fór þetta versnandi til muna, en sú verkun gat tekið við lakara hráefni. Það heyrðist oft að við ættum að verka meiri fisk eins og áður var gert og vil ég taka undir það og hef gert það í þessum greinum oft áður og einnig á öðrum vett- vangi. Ef við skoðum þetta, þá er það svo, að við erum með lakari meðaltalsgæði í saltfiski en áður, því aðrar greinar hafa tekið það bezta til sín sem fyrr segir. Á velgengnisárunum 1957-1967, var saltfisk- verkun á fiski svo að segja gjörsamlega vanrækt, því að engir fengust til þeirra starfa. Allir uppteknir við önnur störf! Þeir, sem ennþá unnu að slíku, sögðu sjálfir að það væri af gömlum vana eða þá þeirra eigin sérvizku, að þeir legðu það ekki gjörsamlega á hilluna að verka. Var því svo komið 1967 að ekki var selt úr landi nema um eitt þúsund tonn af þurr- fiski, en þess í stað hafði orðið, af framan- greindum ástæðum, að hálfþvinga við- skiptaþjóðirnar að minnsta kosti í byrjun til að kaupa saltfiskinn óverkaðan. En skjótt komust kaupendur að því, að þeir gátu verkað og þurrkað okkar fisk með minni tilkostnaði en við, og að það var hagkvæmara að kaupa fiskinn blautsalt- aðan. Nú er svo komið að ekki er eins hægt um vik að endurheimta þurrfisk- markað í þessum löndum þegar íslenzka þjóðin hefir staðið svo að málum sem hér er frá greint. Þá er einn sá þáttur í saltfiskverkun, sem nokkur athugun hefur farið fram á, það eru neytendapakkningar. Var það fyrst gert árið 1962 og pakkað í 1 lb. öskj- ur, mjög snyrtilegt að frágangi og útliti. Var þá reynt fyrir sér um sölur bæði til Am- eríku og Evrópu, en ekki fékkst kostnaðar- verð. Pakkað var þá í 30.000 öskjur, en segja mátti að varan líkaði vel. Á nýjan leik var tilraun með neytendapakkningar gerð, er við höfðum komið upp húsum okk- ar við Keilugranda í Reykjavík, en þá skapaðist ný og betri aðstaða til þess. Stóð sú tilraun yfir frá 1967—1970. í þessa tilraun var tekið svipað magn og hina fyrri, það er 30—40 þús. öskjur, en ekki fékkst heldur nú kostnaðarverð í neinu landi sem reynt var, en þau voru Bandaríkin, Brasilía, Danmörk, Þýzka- land, Sviss, Bretland, Belgía, Grikkland, ítalía, Spánn, Portúgal. Síðustu pakkar af þessum sýnishonium fóru úr landi seint á s.l. hausti, en þá fyrst fékkst kostnaðar- verðið því allt efni hafði verið keypt og unnið fyrir gengisfellingu. Athugun fer nú fram á því, hvort unnt sé að gera allra lélegasta saltfiskinn verð- mætari en nú er, og er unnið að því sam- eiginlega af SlF og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, og er ei unnt að skýra frá því frekar á þessu stigi málsins. Á þessi atriði, sem hér greinir að fram- an, er drepið til að draga upp smámynd af því hvernig breytingar verða á verkun- araðferðum og að til koma ný viðskipta- lönd með aðrar og nýrri neyzluvenjur, sem breyta aðstöðu og aðferðum okkar til að koma fiskinum á markað hverju sinni, þannig að hagsmunir okkar og þeirra falli sem bezt saman. Við áramótin 1969—1970 mátti segja að ástand saltfiskmarkaðs væri að mestu búið að jafna sig eftir offramleiðslu ár- anna 1968—1969 að undanskyldu því, að viðskipti við Spán voru ennþá ekki komin í venjulegan farveg, því eins og frá var sagt í fyrra, þá fengum við aðeins leyfi fyrir 2000 tonnum þangað árið 1969 og var allt í óvissu um þau mál fyrsta mánuð ársins 1970. Þá var það að viðskiptamála- ráðherra Gylfi Þ. Gíslason, ambassador Islands í London, Guðm. I. Guðmundsson, framkvæmdastjóri og formaður SlF, fóru

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.