Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1971, Qupperneq 9

Ægir - 01.04.1971, Qupperneq 9
ÆGIR 75 Spánar. Var það dagana 18. til 21. jan. Arangurinn af þeirri ferð varð sá að við ejigum loforð fyrir innflutningi á rúm- 4000 tonnum og jafnframt, að það yrði endurskoðað síðar með tilliti til aukningar ef á þyrfti að halda. Við þau gefnu loforð hefur verið staðið og eru nú viðskiptin við Spán að öllu leyti með eðlilegum hætti. Snemma á árinu voru gerðir sölusamn- |ugar við öll helztu viðskiptalönd okkar á blautverkuðum saltfiski, og var verðlag heldur hagstætt. 1 heild voru samningar gjörðir um sölu á 14.000 tonnum fast, og Pví til viðbótar 7.000 tonnum, sem voru í °kkar vali þar til í maí-lok. Gæða- og stærð- ai'samsetning var líkt og venjulega og ®kiptist magnið sem hér segir til viðskipta- Janda: l%l Portúfjal: kg. Þorskur ..................... 12.743.450 Gellur ........................... 4.450 Til Spánar: Þorskur ...................... 4.289.550 'Til Grikklands: Þorskur ...................... 1.927.950 'Til Svíþjóðar: Langa ............................ 5.000 Til Englands: Þorskur ...................... 1.265.950 Pil Bandaríkjanna: Þorskur .......................... 9.966 Pil Danmerkur: Þorskur ......................... 10.000 Langa ........................... 14.700 Pii Ítalíu: Þorskur ...................... 3.327.200 Þorskflök ....................... 28.100 Þunnildi ....................... 122.775 'Pil Ástralíu: Þorskur og langa .... 46.350 Pil Þýzkalands: Þorskur ......................... 10.000 Smáufsi .......................... 4.200 Ufsaflök ..................... 1.272.550 25.082.191 Axtlað óútflutt pr. 31. 12. 1970: Þorskur ................ 700.000 Ufsaflök ............... 150.000 Afhending á öllum þeim fiski, er fékkst yfir vetrarvertíðina og sem að meginhluta átti að fara fram á hinu venjulega tíma- bili, það er apríl, maí og júní, tafðist. En almenn verkföll landverkafólks er hófust síðustu daga maímánaðar og stóðu fram til 19. júní, höfðu mjög truflandi áhrif og seinkuðu afhendingu með þeim afleiðing- um að leigja varð kæliskip til flutnings, sem eru mun dýrari en venjuleg skip. Allt fór þetta þó vel að lokum og hélzt hagstæð verðþróun til ársloka. Má því segja að saltfiskverkun hafi orðið hagstæðari en síðustu árin. Með lögum nr. 72 um verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins frá 28. maí 1969, er gert ráð fyrir saltfiskdeild og var hún stofnuð fyrrihluta ársins 1970, hefur þegar verið greidd nokkur upphæð í sjóðinn vegna út- flutts saltfisks, en enn sem komið er tekur deildin ekki nema til blautverkaðs þorsks. Eins og áður hefur komið fram, jókst útflutningur Islendinga á þurrkuðum salt- fiski úr um 1000 smálestum 1967 í um 2000 smálestir 1968 og í um 4.200 lestir 1969, en á árinu 1970 voru fluttar út um 4000 iestir og er þess að gæta að í landinu lágu um áramót um 2700 lestir þurrkaðs fisks er að meginhluta var seldur og er nú að fara eða farinn úr landi. Á síðustu árum hafa margir nýir þurrfiskverkendur komið til og þá í flest- um landshlutum. Útflutningur verkaðs fisks skiptist þannig eftir löndum á árinu 1970: Til Brazilíu kg. Þorskur .................. 1.044.986 Langa ...................... 337.444 Keila ....................... 36.134 Ufsi ....................... 760.206 Ýsa .......................... 8.294 2.187.064 Til Portúgal: Þorskur ............... 1.208.220 Til Panama: Ufsi Samtals 25.932.191 126.000

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.