Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 11
Æ GIR 77 Mikið hefur verið rætt og ritað um hin- ai’ miklu olíu- og gaslindir, sem fundizt lafa við boranir á hafsbotni í Norðursjó °S eins hvernig hagkvæmast yrði að flytja °*mna og gasið til lands, án þess að hætta Verði á mengun sjávar. Vitað er, að erfitt getur verið að stöðva mmleka frá neðansjávarborholum, ef eitt- nvað færi úrskeiðis og má í því sambandi ^mia á, að langan tíma tók að stöðva leka Ur borholu í Mexikóflóa, þar sem þúsund- jr lítra af olíu streymdu daglega upp á yfir- orðið og ollu miklu tjóni á dýralífi, bæði 1 sjó og á landi. . Vegna hinnar miklu hættu á mengun sJavar frá neðansjávarolíuborholum, hafa menn lengi vellt fyrir sér ýmsum hug- myndum um hvernig áhættuminnst væri að ná olíunni og flytja til lands. Hér að ofan birtist mynd af nýstárlegri hugmynd, sem raunar skýrir sig sjálf. En hún er í því fólgin að byggð verði fljótandi „höfn“ úr stáli eða steinsteypu. Síð- an yrði ,,höfninni“ lagt út í Norðursjó yfir borholurnar. Reiknað er með að skip allt að 250 þús. brl. geti lagst þar að til lestun- ar. „Höfnin“ á að geta snúizt undan veðri og vindi, þannig að ætíð verði skjól fyrir skip inni í höfninni meðan á lestun stendur. Hver veit nema íslenzk síldveiðiskip geti í náinni framtíð leitað „hafnar“ í vondum veðrum í slíkum „höfnum“ víða um Norð- ursjó. G. Ing. allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina EIMSK LESTRARBÓK handa sjómönnum Þar er að finna ensk heiti á öllum hlutum á skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarrisir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.