Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 12
78 Æ GIR Auglýsing um takmörkun á síldveiði í Norðursjó og Skagerak bí>* Samkvæmt meðfylgjandi auglýsingu er síldveiði bönnuð í maí 1971 og frá 20. ág. til 30. sept. s. ár, á svæði því, sem skástrikað er á kortinu. 1. gr. Samkvæmt heimild í c. og d. lið 7. gr. alþjóða- samnings um fiskveiðar í norðausturhluta At- lantshafs, er gerður var í London 24. janúar 1959, hefur Fastanefnd fiskveiða á Norðaustur- Atlantshafi gert ályktun um takmörkun á síld- veiði í Norðursjó og Skagerak á ákveðnu tíma- bili. Efni ályktunar þessarar er birt í 3.—6. gr. auglýsingar þessarar. 2. gr. Með orðinu „samningur" í auglýsingu þessari er átt við alþjóðasamning um fiskveiðar á norð- austurhluta Atlantshafs, er gerður var í London 24. janúar 1959. Með orðinu „samningsríki" er átt við þau ríki, sem aðilar eru að samningnum. Með orðinu „fastanefnd" er átt við Fasta- nefnd fiskveiða á Norðaustur-Atlantshafi, sem starfar samkvæmt samningnum. 3. gr. Á tímabilinu 1. marz 1971 til 28. febrúar 1972 er bönnuð síldveiði í Norðursjó og Skagerak í maímánuði og frá 20. ágúst til 30. september að báðum dögum meðtöldum. 4. gr. Nú tilkynna hlutaðeigandi stjórnvöld samn- ingsríkis fastanefndinni fyrir 1. júlí 1970 að til þess að komast hjá sérstökum erfiðleikum skuli undanþegnar ákvæðum þessum allt að 1.000 smá- lestir síldar til manneldis eða beitu, og a) ná þá undanþáguákvæðin til þess magns, sem samningsríkið hefur tiltekið að því er varðar þegna þess. b) Hlutaðeigandi stjórnarvöld samningsríkis skulu tilkynna nefndinni fyrir 1. apríl hvers árs um ráðstafanir þær, sem þau hafa gert eða hyggjast gera til að undanþágan, sem gerð er samkvæmt þessari grein, verði ekki misnotuð. c) Nefndin skal tilkynna öllum samningsríkjum hverja þá undanþágu, sem samningsríkin kunna að gera. 5. gr. í ályktun þessari merkja orðin Norðursjór og Skagerak öll hafsvæði, sem samningurinn tekur til og afmarkast að norðan af 62° norðurbreiddar, að vestan af 4° vesturlengdar þar sem hún sker 62° norðurbreiddar og að strönd Skotlands, og í Ermarsundi 1° vesturlengdar og að austan af línu, sem dregin er frá Skagen að Pater Noster vita. 6. gr. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. að ofan má síld vera 10% af þunga þess afla, sem landað er hverju sinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.