Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 13
Æ GIR 7Ó Með mál út af brotum á aug-lýsing-u þessari al farið að hætti opinberra mála, og varða brot Tjpurlögum samkvæmt 2. gr. laga nr. 14 30. marz 1960. . 8- gr. ... uglýsing þessi er sett samkvæmt heimild í °gum nr. 14 30. marz 1960 um heimild fyrir S'S^°rnina til þess að láta öðlast gildi ákvæði a PJÓðasamnings, er gerður var 24. janúar 1959, Uni fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs, asamt viðbæti, en samningur þessi hefur öðlazt sbr. auglýsingu nr. 8 27. júní 1963. Sjávarútvegsráðuneytið 26. marz 1971. Eggert G. Þorsteinsson. Þórður Ásgeirsson. V arðandi ákvæði 4. gr. auglýsingarinnar er rétt ^ Aeta tess, að af íslands hálfu var sótt um und- aapágu til veiða á 1.000 lestum af síld, og fékkst _ Erlendar íréttir «— ______________________________^ ^ Suður-Afríku 0fveiði á sardínum við Vestur-Afríku. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur enn e^ki látið frá sér heyra um hina ^öideildu skýrslu dr. Jan Lochners, yar sem hann varar við því, að sardínu- iðnaðurinn í Suðvestur-Afríku sé búinn að Yera> nema dregið verði nú þegar stórlega ar því aflamagni, sem leyft er að veiða á hvei’ju ári. Pr- Lochner, sem er meðlimur í fisk- veiðanefndinni, lét þegar árið 1963 í ljós Pa skoðun, að sardínustofninn fyrir ®fi’öndum Suðvestur-Afríku væri í mikilli ®ttu vegna ofveiði. Niðurstöður dr. Lochners benda til þess, aö ehki verði hægt að bjarga sardínustofn- iiinm, nema aflamagnið, sem leyft verður a® veiða 1971, verði fært niður í 200.000 °nn. En eftir það telur hann, að auka aiegi aflamagnið um 10% á ári. Lochner rannsakaði fiskiðnaðinn í ^ðvestur-Afríku árið 1968 og spáði þá um aflamagnið á næstu 3 árum. Spáði hann, að aflamagnið, sem gert var ráð fyrir að niyndi veiðast árið 1968, næðist, en að aflinn 1969, sem gert var ráð fyrir að yrði sú heimild. Nær leyfi þetta til veiða á 1.000 lest- um síldar á því svæði, sem lokað er, sbr. 3. og 5. gr., og er hér um að ræða heildamiagn á báðum þeim tímabilum, sem veiðar eru bannaðar á, þ. e. a. s. leyfðar eru 1.000 lestir á árinu 1971. Mjög þýðingarmikið verður að telja, að þes$i undanþáguheimild verði ekki misnotuð. Gæti það haft alvarleg áhrif á samstarf þeiri'a þjóða, sem að takmörkunum á síldveiðum í Norðursjó óg Skagerak standa, en eins og kunnugt er, eru fiskifræðingar mjög uggandi um framhald veið- anna á þessum slóðum. Þá gæti misnotkun haft í för með sér hættu á löndunarréttindum okkar í Danmörku. Samkvæmt því sem hér að framan er rakið, og með tilliti til hins litla magns, sem leyft verður á banntímanum er ljóst, að ekki verður hægt að reikna með árangri af veiðum í Norðursjó og Skagerak í maímánuði n. k., nema því aðeins að síld yrði fyrir vestan hið friðaða svæði. — Ritstj. 1.65 milljónir tonna, myndi í reynd ekki verða nema 1.25 millj. tonna. LFm sardínu- aflann 1970 spáði hann því, að hann yrði ekki nema 600.000 tonn. Reyndin varð sú, að sardínuaflinn 1969 varð 1.33 milljónir tonna og aflinn 1970 varð 565.000 tonn og hafði því dr. Lochner reynzt mjög sann- spár. Þrátt fyrir þetta hefur fiskiðnaður- inn í Suðvestur-Afríku ekki viljað fara al- gjörlega að ráðum dr. Lochners og hefur aflamagnið, sem leyft er að veiða 1971 fyrir ströndum Suðvestur-Afríku, verið ákveðið 445.000 tonn. Um þessa ákvörðun segir dr. Lochner, að niðurstöður sínar bendi til þess, að ekki muni veiðast nema 365.000 tonn af sardínum, þótt útgerð- in geri sitt ítrasta til að ná hinu leyfða magni. ; ’ I Suðvestur-Afríku eru menn mjög ugg- andi vegna þessarar þróunar og óttast margir, að sardínustofninn fyrir strönd Suðvestur-Afríku sé á góðri leið með að tortímast eins og sardínan fyrir strönd Kaliforníu og Suður-Afríku á sínum tíma. Ef dr. Lochner reynist sannspár, hlýtur að draga mjög úr fiskmjölsframleiðslu Suður-Afríkumanna, en framleiðslu þeirra hefur hnignað mjög undanfarin ár. Ur „Financial Meil“, Höfðaborg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.