Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1971, Blaðsíða 14
80 ÆGIR Frá Frakklandi Eggjahvíta úr jarðolíu. 1 síðustu viku efndi fyrirtækið British Petroleum (BP) til fundar í smábænum Agen í Suður-Frakklandi, þar sem dýra- læknar, landbúnaðarsérfræðingar og korn- ræktarbændur voru mættir. Tilgangurinn með þessum fundi var að upplýsa forsvars- menn í landbúnaði í þessum héruðum um notkun BP gers (nafnið, sem þeir notuðu yfir eggjahvítu úr jarðolíu) í alidýrafóð- ur og til þess að fá fram viðbrögð þeirra. BP hefur í hyggju að stofna til margra funda af þessu tagi víðsvegar um Frakk- land. Á þessum fundi kom fram, að verk- smiðjan í Lavora tekur til starfa í apríl n. k. Hins vegar hef ur BP ekki enn fengið leyfi hins opinbera til að selja fram- leiðsluna sem fóðurbæti, en gerir ráð fyrir að fá það leyfi um leið og verksmiðjan tekur til starfa. Þá kom fram á fundinum, að bændur hafa áhuga á að prófa gerið í fóðurblönd- ur bæði fyrir svín og hænsni. Ekki er þó líklegt, að gerið verði notað í staðinn fyrir fiskmjöl, en trúlegt að það verði notað í stað soyabaunamjöls. Enn sem komið er hafa bændur engin áform um að nota ger í staðinn fyrir soyabaunamjöl í stórum stíl, heldur vilja þeir aðeins kanna hvemig það muni reynast. Ólíklegt er talið, að það verði ódýrara en soyabaunamjöl í náinni framtíð. Á fundinum var gefið í skyn, að ger- framleiðslan gæti verið komin upp í 200.000 tonn á ári á árunum 1974—1975. Líka var upplýst, að umfangsmiklar rann- sóknir á framleiðslu gers úr jarðolíu færu fram í Japan, Kína og Sovétríkjunum, en gerið, sem framleitt væri í þessum lönd- um, væri ekki eins hreint og gerið, sem BP framleiðir. 1 stuttu máli, þá staðfesti BP það, sem áður var vitað, að vegna hinnar takmörk- uðu framleiðslu verksmiðjanna tveggja (16.000 tonna á ári í Lavora og 8.000 tonn á ári í Grangemouth í Skotlandi) gæti olíuger ekki keppt við fiskmjöl í Vestur- Evrópu fyrr en 1975, ef það yfirleitt nokk- urn tíman getur gert það. Grimsby á við vanda að stríða í efnahagsmálum. Þörf Grimsby fyrir nýjan iðnað hefur nýlega verið staðfest með skipun nefndar innanhéraðs, sem gera skal áætlun um verksmiðjubyggingar og aðrar nauðsynlegar ráðstafanir. Þessu veldur fyrst og fremst samdráttur í fiskiðnaðinum, sem þrátt fyrir nokkurn efnaiðn- að er aðalatvinnuvegur bæjarins, og enn frekari samdráttur er fyrirsjáanlegur. Til dæmis má nefna eftirfarandi: 1. Svartolían, sem gufutogararnir nota til kynd- ingar, hefur hækkað svo mjög í verði, að búazt má við að þeim verði lagt innan árs. 2. Minni fiskiskipin, sem veiðar stunda á nálæg- ari fiskislóðum, gerast gömul — smám saman verður þeim lagt og engin ný koma í staðinn. 3. Færri togarar en nú munu stunda veiðar á fjarlægum miðum og verða það einkum frysti- skip. 4. EFTA-samningarnir hafa í för með sér auk- inn innflutning á frosnum fiski til frekari vinnslu, og kann það í framtíðinni að rýra gildi landfræðilegrar legu bæjarins sem vinnslumiðstöðvar. 5. I dag er atvinnuleysi meðal karla 6.1%. Rýrnun fiskiskipastólsins samfara minnkandi þörf fyrir þjónustu við hann og aukin vél- væðing — allt mun þetta hafa sín áhrif á aukningu núverandi atvinnuleysis. Með þessar staðreyndir í huga horfa bæjar- búar með ugg til framtíðarinnar, sé ekkert að gert. Telja þeir hið opinbera verða að skerast í leikinn og veita þá fyrirgreiðslu, er geri iðn- fyrirtækjum aðsetur í bænum fýsilegt. Sumum er sú spurning efst í huga, hve mikið atvinnuleysi þurfi að vera til þess að ríkisstjórn- in taki við sér. Grimsby News. ÆGIR rit Fiskifélags Islands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.