Ægir

Volume

Ægir - 15.04.1971, Page 13

Ægir - 15.04.1971, Page 13
ÆGIR 91 Ásgeir Jakobsson: SKELFISKVEIÐARFÆRI Pagana 24.—31. marz s.l., var haldinn 1 publin í írlandi mikil sýning á allskonar Velum til skipa og fiskvinnslu, svo og veið- ai’færum margskonar. Þessi sýning var á Vegum The World Fishing, sem er útgáfu- y^irtæki, en annast jafnframt sýningar a^ þessu tagi annað hvert ár. Sýn- |ngarnar hafa venjulega verið haldnar í Þondon, en nú var brugðið útaf þeirri vfju. Samkvæmt persónulegri ósk sjávar- utvegsmálaráðherra og jafnframt að til- ulutan Fiskifélags Islands fór ég á þessa syningu til að sjá, hvað þar væri helzt ^ytt, sem gagnast gæti hérlendis, en fyrst °g fremst var mér falið að athuga um skel- lsksveiðarfæri, sköfur og plóga og eink- dælukræklingsplóginn enska, vegna Peirrar skoðunar okkar margra hér, ae 1 þeirri plóggerð sé að finna hugmynd o möguleikum á gerbyltingu í skelfisks- Veiðitækni okkar. Á sýningunni var fjöl- margt að sjá, sem vert væri að segja frá °S vonandi gefst smámsaman tækifæri til Segja ýtarlega frá sýningunni í heild Slðar í Ægi. Á sýningunni sýndi Vincent Blake, helzti P °gasmiður þeirra á Isle of Man, en þar ®lu skelfisksveiðar mikið stundaðar. Einn- fór ég norður til Galloway í Skotlandi a athuga plóg, sem IDU hefur hannað, og o búnað hans um borð í 47 feta báti, og lýsi síðar lýsi eS þessum plógum eða öllum sköfum en byrja á að segja frá þeim upp- ugum, sem ég aflaði mér í ferðinni um I mklingsdæluplóginn, en dæling er áreið- aillega framtíðar aðferðin og því mikils- ei'ðast að gera sér grein fyrir, hver þró- nm er orðin í því efni. ^othun tveggja orða • held það sé gagnlegt að skjóta hér II 1 upphafi frásagnar minnar athuga- um notkun tveggja orða í sambandi við skelfiskveiðar okkar, annað er varð- andi skelina en hitt veiðarfærið. Við skiptum mikið við enskumælandi fólk varðandi skelfiskveiðar okkar, bæði að því er lýtur að því að deila með ensku- mælandi mönnum þekkingu, en þeir standa manna fremstir í skelfiskveiðum og eins seljum við á markaði enskumælandi manna. Hér höfum við notað orðið scallop í merkingunni hörpudiskur, og ég veit til að af þessu orði hefur hlotizt misskilningur. Scallop merkir að vísu hörpudisk í víð- ustu merkingu, en það merkir einnig sér- staka tegund hörpudisks í munni enskra, og þetta rak ég mig á ytra, þegar ég sá sýnishorn af skelinni þeirra og bar hana saman við okkar skel. Scallopskelin þeirra er stærri en okkar diskur og flöt að neðan og grefur sig niður, og hana þarf að plægja upp. Okkar skel, sem er kúpt beggja vegna og getur lyft sér og syndir og getur jafn- vel tekið undir sig meters stökk, kalla þeir Queen scallop eða bara Queenie og gera á þessum skeljum mikinn mun í sam- bandi við veiðar. Hitt orðið, sem mér finnst villandi, er orðið „plógur“, í sambandi við hörpu- diskveiði hérlendis. Við þekktum ekki annað skelfisksveiðar- færi en kúfisksplóg, og þar sem hörpu- diskur er einnig skelfiskur, var eðlilegt að við notuðum orðið yfir sköfuna, sem hann er veiddur með. Okkar hörpudiskur er ekki plægður upp, heldur skafinn upp, eða öllu heldur styggður upp, og víða veiddur í troll. Enski dæluplógurinn Hefðbundin gerð bæði skelfiskplóga og skafa hefur verið sú að poki er tengdur blaði sem liggur milli tveggja kjálka. Það

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.