Ægir

Årgang

Ægir - 15.04.1971, Side 14

Ægir - 15.04.1971, Side 14
92 Æ GIR er ekki hægt að hafa þennan poka ýkja- stóran, og þess vegna þarf oft að hífa hann upp, og talið er að minnst 50% af veiði- tímanum fari í upphífingar, losun og köst- un. Þetta þótti mörgum fullmikið á tækni- öld þeirri, sem við lifum á og menn fóru að brjóta heilann um, hvernig stytta mætti þennan tíma frá veiðunum. Ýmis- legt var reynt, en loks kom að því, að dæluplógur sýndi yfirburði sína yfir önn- ur tæki, sem reynd voru. Það var byrjað á að smíða dæluplóg fyrir báruskel og hefur nú fengizt viðunandi reynsla á hann og hann kominn í raunhæfa notkun hjá fiskimönnunum. Fyrst er að nefna lítillega, því að það hefur ekki verið gert hér í Ægi, stofnun í Húll, sem heitir á enskunni Industrial Development Unit, skammstafað IDU. Þetta er tæknistofnun á vegum The White Fish Authority. Fiskifélagið, tæknideild þess, hefur haft samband við þessa stofnun í Húll. Þarna eru að verki ungir menn, tæknimenntaðir og ófeimnir við að fara um borð í skip og báta og vasast sjálfir í hlutunum. Þeir hafa á að skipa mönnum með hina marg- víslegustu menntun bæði fræðilega og praktiska, þar á meðal skipstjórnarmenn, og eru fullir áhuga og liggja ekki á þekk- ingu sinni við okkur. Þessari stofnun var falið að búa til dælu- plóg og það hefur, eins og áður segir, tek- izt. IDU sendi á móti mér til Stranrea í Skotlandi sérfræðing sinn í plógum, Mc- Diarmid og hann fylgdi mér síðan norður til Galloway að skoða plóga og útbúnað í bátum, sem fyrr segir, og lét mér í té all- ar upplýsingar, teikningar og skýrslur um dæluplóginn, en hann sjálfan gat ég ekki séð eins og ætlað var, þar sem hann er eingöngu notaður við báruskeljaveiðarnar við Suður-England, og hann var ekki á sýn- ingunni í Dublín, enda var hún fyrst og fremst sýning fyrirtækja. 1 Dublin hitti ég þó Róbert Bennett, forstjóra IDU, og hann stóð fyrir áðurnefndri fyrirgi’eiðslu. Hann er mjög velviljaður íslendingum. Hann hefur verið hér uppi og leizt vel á kven- fólkið frá tæknilegu sjónarmiði. Það var snemma árs 1966 sem IDU hafði fulllokið við smíði dæluplógsins í samvinnu við plógsmíðafyrirtækið Severn- side Oyster Co. (Banger) Ltd. Plógurinn er nú þrautreyndur og kom- inn í gagnið, sem fyrr segir. Þetta er plógur, sem grefur upp báru- skelina með tönn eða tönnum eftir stærð hans, en tönnunum til hjálpar er þrýsti- dæla framan á plógnum, sem losar um skelina og ýtir henni aftur í plóginn ásamt rennslinu inni í plóginn, þegar hann dregst áfram, hann er dreginn með 1,5 sjm. hraða eða svo, síðan tekur við önnur pumpa, svo- nefnd aðgreiningarpumpa eða hreinsi- pumpa, því að hún hjálpar til að ýta skel- inni inn á grindina, þar sem frá henni síast rusl, áður en hirðanlega skelin fei' í aðaldæluna, sem dælir henni upp í skip- ið. Uppi undir skipshlið er enn önnur sía til að tryggja að ekki komi um borð annað en hirðanleg skel. Það er ekki um neina standard gerð að ræða, hvorki á plógi né dælum,hvorttveggja fer allmikið eftir skipi og vélbúnaði þess, en mesta barkavídd dælunnar held ég sé 5—6 tommur og mesta lengd 30 fet, en sú lengd nægir á 14 feta dýpi. Keðjan, sem liggur úr framstafni báts- ins og dregur plóginn áfram, er aftur á móti um 40 fet, miðað við það dýpi, sem að ofan greinir. Það, sem fyrir liggur að ræða við tækni- mennina í Húll, er það, hvort þetta kerfi væri hægt að nota við hörpudiskveiðar okkar. Á ráðstefnu, sem haldin var í GlasgoW í júníbyrjun síðasta árs, var lagt fram plagg af hálfu The Institute of Marine Engineers og fjallar það almennt um að- ferðir til dælingar af hafsbotni. Þar segú’ svo um framtíðarhorfur varðandi dælingu á skelfiski: „Það hefur þegar tekizt að dæla báru-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.