Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1971, Blaðsíða 6
100 Æ GIR Grenivík: Janúar. 5 línubátar ................. 48 Febrúar. Sömu bátar .................. 39 Marz Sömu bátar .................. 41 Húsavík: Janúar—febrúar. 5 netabátar og 2 línub.... 420 Marz. Sömu bátar ................. 369 Raufarhöfn: Janúar. Ekkert. Febrúar. 1 togbátur ................. 99 Marz. 1 togbátur ................ 117 Þórshöfn: Janúar. 3 línubátar ................. 39 Febrúar. 3 línubátar................. 59 Marz. 5 línubátar ................ 108 a-------------------------------------ö Frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins »-----------------T-------------------£ Skaðabætur vegna tjóns er hlauzt af notkun síldarmjöls úr nitritrotvörðu hráefni Um nokkurra ára skeið hafa staðið yfir í Bretlandi málaferli vegna tjóns, sem hlauzt í minkabúum og talið var stafa af því að í fóðrið var notað norskt mjöl, sem unnið var úr síld, er rotvarin hafði verið með nitriti. Málaferlum þessum er nú lok- ið með því að dæmdar voru miklar bætur eða sem svarar 60 millj. íslenzkra króna. Málskostnaður er talinn vera sem svarar 12 millj. ísl. króna. Málaferli þessi eru um margt athyglis- verð. Þegar þau hófust,var mönnumekkiljóst, hversu varhugavert er að nota nitrit til rotvarnar bræðslufisks. Nitrit hafði þá verið notað aðeins nokkur ár til þess, en um margra ára skeið við geymslu mat- væla. Um þetta leyti var það t. d. leyft í einu helzta fiskframleiðslulandi að dýfa fiskflökum, sem seld voru ísuð, í nitrit- blandað vatn, svo að þau geymdust betur. Einnig er alkunna, að nitrat er notað í ýmsar kjötvörur, en því fylgir jafnan, að þá er nitrit einnig í vörunum. Það sem gerir nitritið sérstaklega var- hugavert til rotvarnar bræðslufisks er það, að í þurrkurunum, einkum eldþurrkurum myndast eiturefni (dimethylnitrosamin) úr nitriti og amínum, sem eru í öllum fiski. Efni þetta myndast í litlum mæli (talið í milljónustu hlutum). Þjóðverjar munu hafa getið þess til, að þessi væri skýringin á eituráhrifunum, en það vai' ekki staðfest fyrr en um 1965 með víðtækum rannsóknum Norðmanna. Skaðabótamálið í Bretlandi hefur fai'ið um þrjú stig réttar. I fyrsta rétti voru dæmdar miklar skaðabætur. 1 öðrum rétti var um sýknu að ræða, en á lokastiginu voru dæmdar miklar skaðabætur, sem fyrr segir. Ekki munu aðrir en Norðmenn og ís- lendingar nota nitrit til rotvarnar, en notk- un þess er háð ströngu eftirliti í báðum löndunum. Mál þetta sýnir, að til þess að koma í veg fyrir óhöpp eins og það, sem hér hefur verið greint frá, er mikilvægt að gæta fyllstu varúðar við notkun nitrits og hlíta settum reglum. Páll Ólafsson. A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.