Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1971, Blaðsíða 8
102 ÆGIR ferðir til aldursgreiningar á humri eru því miður ekki fyrir hendi, gefa til kynna, að þetta batnandi ástand megi rekja til sterkra árganga. Kom þessi humar mjög greinilega fram í sýnum 1968 sem smá- humar, og olli því, að meðallengd upp úr sjó hefur aldrei verið minni en þá á mörg- um veiðisvæðum (sjá 3. mynd). Sökum smæðar varð þessi humar þó ekki til þess að hafa áhrif á aflabrögð það árið, en eins og áður sagði, hafa þau aldrei verið lélegri en einmitt þá. Aukin aflabrögð 1969 og 1970 má aftur á móti að verulegu leyti þakka þessum humri, sem þá varð veiði- bær í auknum mæli, enda jókst meðalstærð upp úr sjó víðast hvar nokkuð frá 1968— 1970 (sjá 3. mynd). Ef litið er nánar á 3. mynd, sézt að nokkur fylgni er milli meðalstærðar upp úr sjó og afla á togtíma frá því að fyrstu upplýsingar fengust á helztu humarmið- unum við Reykjanes (svæði 146—148), Vestmannaeyjar (169—170) og Suðaust- urland (152—154). Hefur bæði humar- stærð og afli á togtíma minnkað stórlega allsstaðar á þessu tímabili, enda þótt þró- unin hafi heldur rétt við hin tvö síðustu ár, 1969 og 1970, af ástæðum, sem greint var frá hér að framan. Einnig sést hversu langbezt ástandið er ennþá við Suðaustur- land, bæði hvað viðvíkur humarstærð og afla á togtíma. Samkvæmt reglum, sem nú gilda um löndun humars (1970), er hann flokkaður í þrjá verðflokka eftir halaþyngd, og er þar mikill verðmismunur á. í I. flokk fara humarhalar 30 g og yfir, í II. flokk 15—30 g halar og í III. flokk 10—15 g halar. Hum- arhala undir 10 g (= 7 cm halalengd eða um 3,5 cm skjaldarlengd) á ekki að hirða. I samræmi við þessa flokkaskiptingu hefur löndunarhæfur humar úr sýnum frá Á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.