Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 4
122 ÆGIR (Hæsti bátur á vertíðinni í fyrra var með 770 lestir). Skipstjóri á m/b Jóhanni Þorkelssyni var Bjarni Jóhannesson. Þorlákshöfn: Þar lönduðu 34 bátar afla sínum á þessu tímabili, alls 1.563 lestum úr 126 löndunum (þar af spærlingur 479 lestir). Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Gissur 2. Reynir 3. Friðrik Sigurðss. 101 lestir 93 — 81 — Heildaraflinn á vertíðinni var alls 17.803 lestir, en var í fyrra á sama tíma 18.343 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Friðrik Sigurðss. 2. Reynir 3. Ögmundur 1.054 lestir 974 — 804 — (Hæsti bátur á vertíðinni í fyrra var með 1.198 lestir). Skinstjóri á m/b Friðrik Sigurðssyni var Guðmundur Friðriksson. Grindavík: Þaðan stunduðu 50 bátar veiðar, þar af 41 bátur með net og 9 með botnvörpu. Aflinn var alls 4.349 lestir í 417 sjóferðum. Auk þess var afli aðkomu- báta 1.060 lestir. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Albert 2. Arnfirðingur 3. Grindvíkingur 267 lestir 198 — 197 — Heildaraflinn á vertíðinni var alls 39.591 lest, en var í fyrra á sama tíma 41.156 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Albert 1.370 lestir 2. Arnfirðingur 1.363 — 3. Hrafn Sveinbjarnars. 1.085 — 4. Geirfugl 1.082 — 5. Hópsnes 1.039 — (Hæsti bátur á vertíðinni í fyrra var með 1.704 lestir). Skipstjóri á m/b Albert var Þórarinn Ólafsson. Sandgerði: Þaðan stunduðu 29 bátar veiðar þar af 11 með net, 10 með botn- vörpu og 8 með línu og handfæri. Aflinn á tímabilinu var alls 2.065 lestir í 214 sjóferðum, auk þess var afli aðkomubáta 1.028 lestir. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Bergþór 194 lestir 2. Dagfari 156 — 3. Náttfari 148 — Heildaraflinn á vertíðinni var alls 13.194 lestir, en var í fyrra á sama tíma 19.926 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Þorri 950 lestir 2. Bergþór 878 — (Hæsti bátur á vertíðinni í fyrra var með 1.058 lestir). Skipstjóri á m/b Þorra var Hákon Magnússon. Keflavík: Þaðan stunduðu 43 bátar veið- ar, þar af 29 með net, 7 með línu og 4 með botnvörpu og 3 með handfæri. Aflinn var alls 2.502 lestir í 317 sjóferðum. Auk þessa var afli aðkomubáta 176 lestir. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tíma- bilinu voru: 1. Hamravík KE 174 lestir 2. Eldey KE 155 — 3. Hafborg GK 120 — Heildaraflinn á vertíðinni var alls 14.200 lestir, en var í fyrra á sama tíma 23.176 lestir. Hæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Lómur 2. Helga 3. Hamravík 931 lest 879 — 732 — (Hæsti bátur á vertíðinni í fyrra var með 1.228 lestir). Skipstjóri á m/b Lóm var Halldór Brynjólfsson. Vogar: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 3 með net, 1 með línu og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 262 lestir í 30 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Ágúst Guðm. GK 95 126 lestir 2. Ágúst Guðm. II. GK 94 86 — Heildaraflinn á vertíðinni var alls 2.186 lestir, en var í fyrra 2.614 lestir. Hæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Ágúst Guðm. GK 95 661 lest 2. Agúst Guðm. II. GK 94 612 —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.