Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR 131 oata. Þrír vélaframleiðendur sýndu þarna nyja gerð véla í fyrsta skipti, en fyrir- tækin voru Garner (Ný 150 hk vél), Bukh (ný.iar 10 og 20 hk vél) og Volvo Penta (öý 270 hk) og vöktu þessar vélar all- mikla athygli. Eins og áður er sagt, er ekki hægt hér í smágreinarkorni að lýsa svo vel sé öllum Peim tækjum og vélum, sem sýnd voru, enda verður það ekki gert hér, vafalaust ^unu umboðsmenn þessara véla og tækja kynna þau fyrir mönnum síðar hér í Ægi, eða öðrum blöðum. Hér á eftir verður lítillega minnzt á Hokkrar nýjungar, sem vafalaust eiga eftir að sjást í notkun hér á landi. Sharples Vibroscreen Tæki þetta er einskonar „skilvinda" og er nú þegar í notkun víða um heim. Eng- uin vafi er á að tæki þetta ætti að vera í ftotkun í öllum frystihúsum landsins. Eins °£ alkunnugt er, fellur allverulegt magn af aJlskonar fisktægjum og úrgangi á gólf íiskiðjuveranna og þaðan um niðurföll og 1 sjó fram, og er þar aðalfæða svartbaks °S ýmissa fisktegunda. Hafa menn hug- teitt hve mikið hráefni fer þannig til spill- ls? Með tæki þessu væri hægt að aðskilja ajlan fiskúrgang og nýta síðar til mjöl- vinnslu eða á annan hátt. Það eru til ýmsar stærðir og gerðir af tæki þessu, og sér- nver framleiðandi ætti að geta fengið hent- u£a stærð fyrir sitt fyrirtæki. Ný síldartunna Hollendingar (Koninklijke Emballage Industrie, Van Leer N. V.) sýndu þarna nýja gerð af plastsíldartunnum. Tunna þessi vakti mikla athygli á sýningunni og gerðu framleiðendur sér miklar vonir um sölu eftir þeim fyrirspurnum og sölusamn- ingum, er gerðir voru á sýningunni. Tunna þessi er sögð sérlega sterk og endingargóð og ætti því að henta okkur vel hér til söltunar á síld, grásleppuhrognum o. fl. Ný gerð af vlastkúlum Dansk fyrirtæki (Panther Plast) sýndi nýja gerð af plastkúlum til notkunar á troll og net. Eins og myndin ber með sér er kúla þessi þannig að mjög fljótlegt er að skrúfa hana á höfuðlínu eða net. Hinir dönsku framleiðendur hafa einka- leyfi á framleiðslu þessari og gera þeir sér vonir um mikla sölu. Kúla þessi er sögð hafa reynzt mjög vel allstaðar þar sem hún hef- ur verið reynd og er mynd af henni neðst á næstu síðu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.