Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 139 1970 og spærlingsaflann úr 15 þús. lesta 1967 í 99 þús lesta 1970 eða tæplega sjö- földun. Hins vegar hefur afli síldar og makríls minnkað verulega. 1 veiðum á fiski til manneldis urðu einn- ig nokkrar tilfærslur, t. d. minnkaði afli þorsks um tæp 4%. 1 Kanada, Bretlandi, Þýzkalandi, Portúgal og á Spáni varð veru- lognr samdráttur í veiðum á þorski eða um 10%, en Noregur og Island sýndu auk- mn afla. 1 Noregi voru þorskveiðarnar allt að því met. Verð, verðmæti og afkoma. Hinn almenni stígandi á verðlagi, sem ríkti á árinu 1969 eftir verðfall undanfar- inna ára hélt sínu striki 1970. Gilti það ttieð einstökum undantekningum bæði lyrir unna vöru og ferskfisk frá skipi. Þær nndantekningar, sem urðu frá þessari nieginþróun voru háðar tíma- og stað- bundnum aðstæðum. Sem dæmi má nefna, að ýsuveiði í Norðursjó var óvenjugóð á áninu, en það hafði í för með sér mettun niarkaðarins, sem aftur leiddi til verð- falls. Hins vegar virtist það ekki koma niður á verði annarra tegunda. Almennt yar verðlag það hátt, að ekki var gripið til yniissa ráðstafana, sem gerðar hafa verið 1 ttiörgum löndum til að jafna verðlag, og þar með tekjur sjómanna og útvegsmanna, f- d. lágmarksverðkerfa. Hið hagstæða verðlag, ásamt þeim auknu veiðum, sem áður var getið, leiddu til þess, að heildartekjur (brúttó) fóru vaxandi að minnsta kosti þar sem upp- bótakerfi tengd aflamagni eru ekki til staðar. En þar með virðist ekki öll sagan spgð, þar sem víða hefur gætt verðbólgu- tilhneiginga, sem hafa haft í för með sér nukinn kostnað við veiðiskapinn. Sem dæmi má taka olíu, sem hækkaði verulega °g virðist eiga eftir að hækka mun meira. Hefur þetta haft þau áhrif, að þegar árið er gert upp í heild verður útkoman ekki eins góð og aflamagn og aflaverðmæti gefa tilefni til að ætla. Sú hlið er snýr að sjómönnum er svipuð ásýndum. I flestum löndum eru sjómenn- irnir launaðir á grundvelli einhverra hluta- skipta. I flestum tilvikum hefur verðlag neyzluvara og þar með framfærslukostn- aður haft í fullu tré við fiskverð, hvað snertir hækkanir. Hafa því lífskjör þeirra ekki batnað að sama skapi og kaup þeirra hefur aukizt. Þessi niðurstaða — að fiskverð hafi ekki hækkað nema til samræmis við al- menna verðþróun — gerir það að verkum, að raunveruleg hækkun hafi ef til vill ekki orðið, en hinsvegar má ætla, að þessi at- vinnugrein hafi haldið hlut sínum. Það sem hér hefur verið sagt eru að sjálf- sögðu mjög almennar niðurstöður. Víst er að þróunin í einstökum löndum er verulega frábrugðin þessum almennu niðurstöðum og er því alls ekki hægt að heimfæra þær beint á einstök lönd, þar sem ýmislegt er ofsagt eða vansagt hvað þau snertir. Hagnýting. Hagnýting fiskafla til manneldis var með áþekku móti og áður, en þó urðu nokkuð margar tilfærslur á milli flokka- Fiskur, sem nýttur var ferskur, varð nokkru minni að magni en áður og varð allverulegur samdráttur í ýmsum löndum, t. d. 17% í Þýzkalandi. Aukning varð í frystingu í heild. Flest lönd sýndu aukningu, í sumum tilvikum allverulega t. d. Færeyjar með 25%, Nor- egur 'með 11% og Japan með 16%, en frysting þeirra jókst um rúmar 200 þús. lesta. Niðursuða sýndi einnig aukningu í heild, en talsverðar sveiflur urðu hvað einstök lönd snerti. Til söltunar fór minna magn en áður og flest lönd sýndu sam- drátt. Þá eru mikilvægar undantekningar svo sem hjá Japönum, en þeir juku söltun um 300 þús. lesta eða 12%. Milliríkjaviðskipti meö fiskafurÖir. Veruleg aukning varð í viðskiptum landa á milli með fiskafurðir. Ef miðað er við verðmæti, nemur aukningin í innflutningi 13% en útflutningi 9%.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.