Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 20

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 20
150 ÆGIR og munu ráða mestu í veiðinni árin 1971 og 1972. Við Suðvestur- og Suður-Grænland var árgangurinn frá 1963 mest áberandi, en næstir honum komu árgangarnir frá 1962 og 1961, en talið er að þeir séu að mestu ættaðir frá Austur-Grænlandi, og eins fór talsvert af þessum árgöngum til Islands til hrygningar. Mjög er nú gengið á ýsustofnana á svæðum 4 og 5 (St. Lawrenceflóa og suður að að 39 ° n. br.) og er talið að þeir séu að- eins fjórðungur af því, sem eðlilegt er, til þess að þeir gefi af sér hámarksafla. Settar hafa verið takmarkanir á ýsuveiðina, en vegna mjög lélegs klaks munu þessir stofn- ar sennilega halda áfram að minnka, nema til komi enn frekari takmarkanir á veið- inni. Síldveiðin á svæðinu nam samtals 810 þús. tonnum árið 1970, en hámarki sínu náði þessi veiði árið 1968, er aflinn varð 951 þús tonn. Allir síldarstofnarnir á svæðinu hafa minnkað síðastliðið ár, sér- staklega syðst á svæðinu. Talið er nauð- synlegt að draga úr síldveiðinni, til þess að bjarga stofnunum frá frekari eyðingu- Lögð var fram á fundinum sameiginleg skýrsla fiskifræðinga frá ICES og ICNAF um laxveiðar við Vestur-Grænland. Árið 1970 nam heildarlaxveiðin við Vestur- Grænland um 2150 tonnum og var það mjög líkt og árið áður. Vegna aukinnar þátttöku grænlenzkra skipa í veiðinni var ekki mögulegt að skilja á milli veiði á grunnmiðum (með föstum netum) og á djúpmiðum (með reknetum). Eins og áður byggðist þessi veiði á laxi, sem verið hefur eitt ár í sjó og myndi því koma í heimaárn- ar sem tveggja ára eða eldri, ef hann ekki veiddist við Grænland. Fjöldi reknetabáta við Vestur-Græn- land var mjög líkur og árið 1969 (að und- anteknum bátum, sem skráðir eru í Græn- landi). Auk þess fiskuðu tvö grænlenzk veiðiskip lax á línu í norðanverðu Labra- dorhafi á milli 58° og 60' norðlægrar breiddar og 53° og 58' vestlægrar lengdar og fékk annað skipið sjö tonn af laxi, en ekki er vitað um afla hins. Árið 1970 fékkst merktur lax við Græn- land, sem merktur hafði verið í Norður- Ameríku og í ýmsum löndum í Vestur- Evrópu. Nú fékkst í fyrsta skipti lax, sem merktur hafði verið í Suðvestur-Frakk- landi. Meirihluti endurheimtanna er annars frá Kanada og Bretlandseyjum. Lífefnafræðilegar rannsóknir á laxi við Vestur-Grænland gefa til kynna að jafn- mikið sé þar af laxi af amerískum og evr- ópskum uppruna. Endurheimtur af laxi merktum við Grænland sýna einnig líkt hlutfall. Árið 1969 fékkst einn lax á Spáni, sem merlctur hafði verið við Vestur-Græn- land. Fyrri áætlanir um áhrif veiðanna við Vestur-Grænland á laxastofnana í heima- ánum hafa verið byggðar á þeirri aukn- ingu í þyngd er yrði á fiskinum frá því að hann dvelst við Vestur-Grænland og þar til hann veiðist í heimaánni. Ekki er vitað um náttúrulega dánartölu í stofnin- um á þessu tímabili, og er þar farið eftir líkum. Nýjasta úttekt á þessu bendir til að veiðarnar við Vestur-Grænland hafi tekið á milli 10% og 30% af stofninum á þessu svæði. Miðað við 2000 tonna lax- veiði við Vestur-Grænland, myndi sú veiði hafa í för með sér 500—1900 tonna tap á veiðinni í heimaánum. Þetta er þó miðað við, að allur lax við Vestur-Grænland hafi verið á veiðisvæðum þeim, sem nú eru þekkt, en sé svo ekki, eru þessar tölur of hátt reiknaðar. Eins er rétt að taka fram, að hér er aðeins reiknað beint augnabliks- tap, en ekki reiknað með hver áhrif veið- arnar við Grænland hafa á hrygninguna vegna minni hrygningarstofns. Árið 1970 var heildarlaxveiðin í Kan- ada, Englandi, Wales, Irlandi og Norður- írlandi hærri en árið áður, en hinsvegar verulega lægri í Skotlandi og Noregi. 3. Ýmsar samþykktir. Á fundinum voru samþykktar ýmsai' þýðingarmiklar tillögur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.