Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 6
156 ÆGIR Gunnar Jónsson, fiskifræóingur: Haf- og fiskirannsóknir STEINBÍTSMERKINGAR Á árunum 1933—1936 var merktur 141 steinbítur í Faxaflóa og á Skjálfanda (Táning 1938). Árið 1938 höfðu 24 stein- bítar endurveiðst (17 %) og flestir skammt frá þeim stað, sem þeir voru merktir á. Nokkrir steinbítanna höfðu þá fært sig frá Snæfellsnesi og inn í Breiðafjörð og 3 steinbítar, sem merktir voru á Skjálfanda sumarið 1936 endurheimtust vorið eftir: einn úti af Skaga, annar úti af Horni og sá þriðji úti af Vestfjörðum (Táning 1938). Næstu tvo áratugina lágu steinbítsmerk- ingar hér við land algerlega niðri og var það ekki fyrr en árið 1956 að farið var að merkja steinbít á nýjan leik — í smáum stíl þó — eða aðeins 10 stk. til reynslu. Merking átti sér stað á Bollasviði og í Garðsjó í Faxaflóa (Jónsson, 1966). Næst voru mei’ktir 100 steinbítar á Bollasviði og í Garðsjó árið 1961. Enn varð 5 ára hlé á steinbítsmerkingum, en árið 1966 var hafizt handa enn á ný og merktir 45 stein- bítar í Faxaflóa og síðan hafa verið merkt- ir steinbítar árlega hér við land og frá og með 1967 á ýmsum stöðum allt í kringum landið. Verður nú í stuttu máli gerð grein fyi'ii' þeim merkingartilraunum, sem hófust ár- ið 1956 og árangri þeirra til ársloka 1970. Steinbítar þeir sem merktir hafa verið voru allir veiddir í botnvörpu og veiðiskip voru varðskipið María Júlía (1956—1967) og r/s Hafþór RE 75 (frá 1968). Merkin eru rauð plastmerki með bókstafnum I °S númeri aftan við. Eru merkin saumuð i hnakka steinbítsins með nælonþræði. Hafa þessi merki reynst allvel og virðist fiskui’- inn ekki særast undan þræðinum. Á þenn- an hátt hafa verið merktir á árunum 1956 —1970 alls 1625 steinbítar 24—107 cm langir á 157 stöðvum allt í kringum land- ið þar af 1515 á 153 stöðvum 1966—1970 (myndir 1—12). Af þessum 1625 stein- bítum hafði aðeins 61 endurheimzt til árs- loka 1970 eða tæplega 3.8%. Tuttugu og einn eða rúmur þriðjungur endurheimtu steinbítanna hafði endurheimzt innan mánaðar frá merkingu (tafla I). Vegna þess hve oft hefur þurft að reita saman í sæmilega merkingu hefur ekki alltm reynzt unnt að taka kvarnasýni til alduns- ákvörðunar jafnhliða merkingu. En láta Tafla I. Merktur steinbítur. Endurheimtur mánuðum eftir merkingu Merk- ingar- Stöðva- alls ár Fjöldi fjöldi >1 1- -2 2-3 3-4 4- -5 5-6 6-7 7-8 8-9 9-10 10-11 11-12 12-18 18-24 < 24 Óákv. 1956 .. 10 2 _ 0 1961 ., 100 2 - - - - 1 - - — — — _ _ 2 _ 1 - 4 1966 .. 45 3 0 1967 .. 101 11 1 1 1968 .. 332 32 3 1 5 3 - - - - - 2 1 1 _ _ - 16 1969 .. 448 59 13 3 - - 2 - 1 1 1 2 1 _ 1 _ _ 7 32 1970 .. 589 48 4 2 1 - 1 8 Samtals 1625 157 21 6 5 3 3 1 1 1 1 4 1 1 4 3,8

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.