Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 11
ÆGIR 161 í Faxaflóa svo og á Skjálfanda. Nokkrar undantekningar eru þó frá þessu (mynd 13). Steinbítur merktur úti af Horni end- urheimtist 77 dögum síðar í Víkurál. Ann- ar merktur við Kögur hefur fært sig í átt- ma að Nesdjúpi þar sem hann veiðist 276 dögum eftir merkingu. Af tveimur stein- bítum merktum á Látragrunniendurveiðist annar 70 dögum síðar úti af Súgandafirði en hinn við Kóp 84 dögum eftir merkingu. Steinbítar merktir við Norðurland, Aust- firði og Suðausturland virðast einnig leita vestur á bóginn (mynd 13). Þannig endur- veiðist steinbítur merktur við Hvalvatns- fjörð (milli Eyjafjarðar og Skjálfanda) í júlí 1968 eftir 289 daga útaf Gelti eða í upríl 1969. En merkasta ferðalag af þessu tagi er þó steinbítur merktur á Breiðdals- grunni í ágúst 1969 og endurveiddur í n>aí árið eftir úti af Vestfjörðum. Ekki er osennilegt að tveir síðastnefndu steinbít- arnir hafi verið á leið til baka til síns heima að lokinni hrygningu út af Vest- fjörðum en að öllum líkindum hrygnir steinbíturinn einhversstaðar djúpt undan Vestfjörðum og Vesturlandi og sennilega einhverntímann á tímabilinu september til ^óvember eða lengur. Tafla II. Endurheimtuþjóðir og ár f 1961 1967 1968 1969 1970 Alls % Islendingar .... 4 1 14 25 5 49 80,3 fretar ......... 0 0 2 4 2 8 13,1 vantar uppl. ... - - - 3 1 4 6,6 Samtals 4 1 16 32 8 61 Endurheimtur hafa aðeins borizt frá tveimur þjóðum: Tslendingum (49= 80.3%) og Bretum (8=13.1%). Um f endurheimtur (=6.3%) vantar upplýs- itigar um veiðiþjóð (tafla II). Allar end- Uvheimtur eru af íslandsmiðum og má telja nær fullvíst að íslenzki steinbíturinn fjsekist ekki til annarra landa nema e. t. v. El Austurgrænlands. Rúmlega þriðjungur endurheimtu stein- hítanna veiddist á línu og tæplega þriðj- ungur í botnvörpu. Önnur veiðarfæri eru dragnót, handfæri og flotvarpa (tafla III). Tafla III. Veiðarfæri og ár 1961 1967 1968 1969 1970 Alls % Botnvarpa - - 6 8 5 19 31,1 Lína - - 9 10 3 22 36,1 Dragnót 2 1 1 7 - 11 18,0 Handfæri - - - 2 - 2 3,3 Flotvarpa - - - 1 - 1 1,6 Vantar uppl. ... 2 4 - 6 9,8 Samtals 4 1 16 32 8 61 Hér að ofan hefur nú í stuttu máli ver- ið dregið saman það, sem vitað er um árangur steinbítsmerkinga síðan 1956. Merkingum þessum verður haldið áfram eftir því sem unnt reynist ásamt öðrum þeim rannsóknum sem fram fara á lifnað- arháttum steinbítsins hér við land. En árangur þessara merkingatilrauna byggist auðvitað að langmestu leyti á því að sjó- menn og aðrir sem finna merktan steinbít skili merki ásamt upplýsingum um veiði- stað, skip og veiðarfæri, dýpi, tíma, fisk- lengd, kyn og helzt ef unnt er kvörnum á Hafrannsóknastofnunina. Verða þeim þá í staðinn sendar upplýsingar um merking- arstað og tíma, aldur og vöxt og nokkrar krónur í fundarlaun. Heimildir: Gunnar Jónsson 1966: Preliminary Investigations on the Icelandic Catfish (Anarrhichas lupus L.). — ICES, C. M. 1966/B :2. Táning, Á. V. 1938: Um merkingar á þorski og steinbít. — Ægir, 31. árg. nr. 4. Abstract: During 1956—1970 a total of 1625 Anarrhichas lupus were tagged with red alcathene tag attached in front of the dorsal fin with nylon thread. The fish were liberated at various localities around Ice- land. At the end of 1970, 61 tagged A. lupus had been returned (3.8%), most of them caught by Icelandic vessels. About % of the returned fish were recaptured within a month from tagging.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.