Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 14
164 Æ GIR Arsfundur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar 1971 9. ársfundur Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar var haldinn í Lond- on 3.—8. þessa mánaðar. Eftirgreindar þjóðir eiga sæti í nefndinni: Belgía, Bret- land, Danmörk, Frakkland, Holland, fr- land, Island, Noregur, Pólland, Portúgal, Sovétríkin, Spánn, Svíþjóð og Þýzkaland. Fundinn sóttu af Islands hálfu Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins, Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar, Már Elísson, fiskimálastjóri og Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar. Á dagskrá fundarins voru meðal annars eftirgreind málefni: Skýrsla Alþjóðahafrannsóknaráðsins um rannsóknir á fiskstofnum á Norð- austur-Atlantshafssvæðinu, en í skýrsl- unni er gefið heildaryfirlit yfir fiskveiðar á svæðinu á árunum 1962 til 1969 og ástand einstakra stofna, þ. á m. ástand þorsk- og ýsustofnanna við ísland og í Barentshafi og ástand norsk-íslenzka síld- arstofnsins, síldarstofnanna í Norðursjó og makrílstofnanna í Skagerak og Norð- ursjó. Fyrir fundinum lá ennfremur að ræða um bann við laxveiðum í sjó. Á dagskrá fundarins var einnig að ræða sameiginlegt eftirlit með því að ákvæðum Norðaustur-Atlantshafssamn- ingsins sé framfylgt, og samræmingu á að- ferðum við mælingar á möskvastærð á Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshafi. Þá var og til umræðu gildistaka 2. máls- gr. 7. gr. samnings um ákvörðun hámarks- afla í Norðaustur-Atlantshafi og skiptingu hans milli þjóða, en sjö ríki hafa sam- þykkt gildistöku ákvæðisins, þ. e. Bret- land, Danmörk, Frakkland, Irland, Nor- egur, Spánn og Svíþjóð. Mörg önnur efni voru á dagskrá fund- arins. Fyrir fundinum lá tillaga Islands um lokun svæðis úti af norðaustur Islandi fyrir öllum togveiðum á tímabilinu júlí til des- ember ár hvert í fimm ár, en tillaga þessi kom fram á ársfundi nefndarinnar 1967 og var frestað meðan sérstakar rannsókn- ir á ástandi þorsk- og ýsustofnanna við Island færu fram. Niðurstöður þeirra rannsókna lágu nú fyrir. Á grundvelli skýrslunnar taldi nefndin, að lokun svæð- isins hefði ekki tilætluð áhrif til verndar stofnunum, þar sem slík lokun myndi að- eins hafa í för með sér sóknartilfærslu en ekki sóknartakmörkun. Nefndin var sammála um, að koma yrði í veg fyrir hættuna á aukinni sókn á Is- landsmið. Ástand þorskstofnanna í Barents- hafi og við Vestur-Grænland er þannig, að mikil hætta er á, að skip, sem stundað hafa veiði á þessum svæðum, leiti í ríkari mæli á miðin hér við land. Fundurinn beindi því til Alþjóðahafrannsóknaráðsins að það léti í té heildarupplýsingar um ástand og þol þorsk- og ýsustofnanna á Norðvestur- og Norðaustur-Atlantshafi og sókn í þá, þannig að hægt væri að taka afstöðu til sóknar á Islandsmið með hliðsjón af því. Jafnframt ákvað nefndin að taka til at hugunar á næsta ársfundi eða fyrr, ef unnt er og ástæða þykir til, hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til verndar þorsk- og ýsustofnunum við Island. Af íslands hálfu var því lýst yfir, að slíkar rannsóknir væru mjög æskilegar og vonir stæðu til að þær gætu haft mikla þýðingu, en að ríkisstjórn Islands myndi að sjálfsögðu hafa öll þessi mál í stöðugri athugun með það fyrir augum, að gera nauðsynlegar og fullnægjandi ráðstafanir til að vernda þá lífshagsmuni, sem hér er um að ræða. Nefndin fagnaði samkomulagi, er gert hefur verið milli íslands, Noregs og Sovét- ríkjanna um takmarkanir á aflamagni við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.