Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1971, Qupperneq 3

Ægir - 01.08.1971, Qupperneq 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 64. árg. Reykjavík 1. ágúst 1971 Nr. 13 lJtgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND 1.—30. júní 1971. Hornafjöj-Snr: Þaðan stunduðu 19 bátar veiðar í júní mánuði, þar af 13 með humarvörpu og 6 með handfæri. Afli þeirra á tímabilinu var alls 476 lestir, þar af 86 lestir sl. humar. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á Hornafirði frá 1. jan.—30. júní var alls 7.605 lestir, þar af sl. humar 151 lest. Vestmannaeyjar: Þaðan stunduðu 65 bátar veiðar, þar af 49 með botnvörpu, og 16 með humarvörpu. Aflinn var alls 6.213 lestir í 453 sjóferðum, þar af sl. humar 58 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 0g smábáta 190 lestir. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn í Vestmannaeyjum frá 1. jan.—30. júní var alls 32.984 lestir, þar &f sl. humar 94 lestir. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 6 bátar veiðar, þar af 5 með humarvörpu og 1 ftieð botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var alls 208 lestir, þar af 21 lest sl. humar. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á Stokks- eyri frá 1. jan.—30. júní var alls 3.551 lest, þar af 23 lestir sl. humar. Eyrarbakki: Þaðan stunduðu 6 bátar veiðar, þar af 4 með humarvörpu og 2 ftieð botnvörpu. Afli þeirra á tímabilinu var alls 189 lestir í 33 sjóferðum, þar af 15 lestir sl. humar. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.— 30. júní var alls 2.095 lestir, þar af sl. humar 18 lestir. Þorlákshöfn: Þar lönduðu 46 bátar afla sínum í júnímánuði og afli þeirra var sem hér segir: lestir sjóf. sl. humar 33 bátar með humarvörpu 395 104 92 6 — — botnvörpu 358 27 6 — — handfæri 132 8 1 — — spærl.troll 244 12 46 bátar alls með 1.129 151 92 Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá 1. jan.—30. júní var alls 19.793 lestir, þar af spærlingur 1.351 lest og sl. humar 113 lestir. Grindavík: Þaðan stundaði 31 bátur veiðar, þar af 17 með humarvörpu og 14 með botnvörpu. Afli þeirra á tímabil- inu var alls 1.291 lest, þar af sl. humar 48 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta og smábáta 910 lestir. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá 1. jan.—30. júní var alls 42.915 lestir, þar af sl. humar 48 lestir. Sandgeröi: Þaðan stunduðu 18 bátar veiðar, þar af 13 með humar- og botn- vörpu, 4 með handfæri og 1 með rækju- troll. Aflinn var alls 694 lestir, þar af sl. humar 117 lestir og rækja 18 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 631 lest. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá 1. jan.—30. júní var alls 14.946 lestir, þar af sl. humar 117 lestir og rækja 65 lestir. Keflavík: Þaðan stunduðu 39 bátar veið- ar og var afli þeirra, sem hér segir:

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.