Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 173 Arne Grönningsæter, ski'pstjóri: Nútímatækni við línuveiðar Mismunandi fisktegundir og mismun- andi botnlag gerir það oft á tíðum nauð- synlegt að notuð sé lína við veiðarnar °g stundum ekki aðeins til að ná botn- físki heldur og einnig fiski uppi í sjó. Eins og í flestu því, sem gera þarf við sjósóknina, þarf að yfirvinna ýmsa erfiðleika. Það er straumur, það eru rán- fiskar, sem flækjast í línunni, það eru kóralar og allskyns naggar, sem línan festist undir og það eru þrengsli á mið- nnum, og línur tveggja báta lenda sam- an og getur orðið erfitt að greiða úr slíkum samþættingi. Línan virðist ekki merkilegt veiðar- feri, þar sem maður sér hana á dekkinu a bátunum, en þegar úr henni hefur verið teygt í sjóinn, þá kemur í ljós að hún getur náð á lengdina allt frá nokkrum hundruðum metra á smábátum og upp í brjátíu-fjörtíu þúsund metra á stærri bát- Um og með hálfs annars metra millibili eru krókar. Það er augljóst mál, að slík línulengd °g krókafjöldi muni veita mannskapnum asrið verk að vinna í hverri lögn. Það, Seni einkennt hefur línuveiðarnar, er líka langur vinnutími. Það þarf að leggja hana °g draga hana, greiða flóka, bæta á (nýj- uni taumum) og það þarf að beita hvern °ngul uppá nýtt, og svo er enn lagt og sarna sagan endurtekur sig æ ofan í æ. 1 línuveiðitúr við Grænland, þarf skips- nöfnin að meðhöndla 2 milljónir króka eða um það bil (sennilega heldur meira hér hjá °kkur Islendingum. —Þýð.) og á venju- legum Norðursjávar- eða Hjaltlandseyja- tur eru þetta um 10 þúsund krókar, sem íara um hendur mannanna. Til viðbótar Þessu þarf að gera að fiskinum, ýmist til ísunar eða söltunar. Fram að þessu nefur öll þessi vinna verið unnin tækni- iaust eða af handaflinu einu saman. Þetta hefur leitt til mikils strits við línuveið- arnar og ekki óalgengt, að það sé 16 tímar á sólarhring. Þetta hefur aftur leitt til erfiðrar samkeppnisaðstöðu línuveið- anna við aðrar greinar fiskveiðanna og reynzt mjög erfitt hin síðari ár að manna línubáta. Þrátt fyrir miklar vangaveltur hefur ekki tekizt að tækni- eða vélvæða neitt teljandi í línuvinnunni. Helzt og fyrst kom mönnum í hug að reyna að finna upp beitingavél. Það var sótt um styrk eða leitað aðstoðar Fiski- málasjóðs og annarra skyldra stofnana á vegum fiskimanna sjálfra og loks ákvað Trio-verksmiðjan í Stavanger að ráðast á verkefnið, þar sem fyrirtækið hafði lengi fengizt við fiskvinnsluvélar, einkum fyrir niðursuðuverksmiðjur. Þó að ekki sé tekið tillit til þeirra erfið- leika, sem eru á því að gera línuna sjálfa klára til beitingar, þá er beitingin sjálf nógu flókin fyrir vél.. Það er beitt síld, loðnu, makríl, smokk, og beituna þarf að geyma frosna um borð, þangað til hún er notuð. Allar beitur þurfa helzt að vera hálfþiðnar eða nýþiðnar, þegar þær fara í sjóinn til að slitna ekki af og gamla að- ferðin var að eiga þúsundir beittra öngla í stömpum tilbúna að renna í sjóinn, þegar komið var á veiðislóð. Ef töf varð á lagn- ingu, varð beitan slæpt og lin og hætta á að hún slitnaði af á leiðinni til botns. Markmiðið var því að taka beituna úr frystiklefanum eða ísnum jafnóðum og hún var notuð, þíða hana hæfilega í sjó og beita henni — skorinni — jafnóðum og lagt var. Það fara tveir krókar á sekúndu út úr bala, þegar lagt er á fullri ferð, sem jafn- an er. Það getur því orðið vandkvæðum bundið að finna upp vél, sem nær því að Framhald á bls 176

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.