Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 10
176 ÆGIR IMúthnatækni við línuveiðar Framhald af bls. 173 beita hvern einasta öngul með þessum hraða, og svo vel, að beitan slitni ekki af. Bezt er beita, sem er með mjög seigt roð (t. d., smokkur. Þýð.). Það er undravert, en það hefur tekizt að smíða vél, sem sker beituna á öngul- inn og beitir á hann á hálfri sekúndu, sem þýðir að leggja má með 4—5 hnúta hraða. Það liefði verið æskilegt að fá meiri hraða í lögnina, t. d., 5—6 hnúta, en þá aukast erfiðleikamir við að fá beituna til að tolla á og svo er ferð bátsins heldur ekki jöfn. Það má sem sagt fullyrða, að nú hafi tekizt að leysa meginvandamálin við beit- inguna, en þó er eftir að laga margt, til dæmis auka hraðann. Það má búast við, að það verði hægt með sterkari beitu og einhverjum aðferðum til að jafna gang- hraða skipsins í stormi og sjó. Mads skipstjóri á tilraunaskipinu Salt- stein hefur vafalaust rétt fyrir sér, þegar hann segir, að þessa agnúa ætti að vera auðvelt að losna við með því að nota tækið að staðaldri til sjós. • Eins og drepið hefur verið á, er lína, sem dregin er, alls ekki klár til að hún sé beitt upp á ný. Það er ekki nema, þegar hún er ný af nálinni og það væri vitaskuld það æskilega, að vera alltaf með nýja línu í höndunum en til þess er línan enn alltof dýr í framleiðslu. Það verður að nota hana aftur og aftur, eins oft og auðið er. Þegar lína er dregin, situr beita oft eftir á öngli, jafnvel þó að fiskur hafi verið á honum. Alla slíka öngla þarf að afbeita, til að hægt sé að beita þá nýrri beitu á ný. Mikið af taumum slitnar jafn- an af línunni í hverri lögn. Þessum taum- um þarf að bæta á aftur. Nú og svo getur línan verið flækt. Þannig verður ekki hjá því komizt að vinna verði mikið verk við línuna áður en hún fer í beit- ingarmaskínuna. Það var á þessu stigi, sem Mustad & Söns, önglaframleiðslufyrirtækið mikla, á- Línudráttarvélin Rafmagnsstokktré 'iVlSíSj^^íij&jsv Beitingarvélin og lagningarvélin kvað að leggja sitt lóð á vogarskálaroar og þeir hafa nú búið til tæki, sem þeir kalla „Autoline" og meina með því, að tækið sé sjálfvirkt línudráttartæki. Tæk- ið vinnur þannig, að þegar línan dregst innyfir dráttarrúlluna í borðstokkinn fer hún gegnum beituhreinsara, sem hreinsar í einskonar klemmu- og bui'sta, af alla beitu sem setið hefur eftir á önglinum. Næst dregst línan gegnum ofanafvind- ingarvél, en eins og kunnugt er snúast taumarnir utan um línuna á leiðinni upp úr hafdjúpinu. Þetta geristmeð stórsnjöll- um og einföldum hætti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.