Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 11
ÆGIR m Þá kemur það sem að mínum dómi er hið erfiðasta en það er að leggja krókana niður í rennu, sem þeir falla síðan úr inná rafmagnsstokktré, þannig að línan ligg- ur þarna í bugtum, uppstokkuð og klár til beitingar. Allur dráttur línunnar gerist með vökvaþrýstispilum og vökvaþrýstikraftur er mjög þægilegur kraftur við að eiga þannig, að maður getur stoppað við ann- ann endan án þess að slíta við hinn end- ann. Þrýstingurinn stillist af sjálfu sér, þannig að það verður ekkert sem lætur undan, þó að einhver hindrun verði á veg- inum. Slík hindrun gæti til dæmis verið flóki og þennan flóka þarf vitaskuld að skera af. Flókinn dregst inn fyrir, en stoppar við rennuna. Krókum og taumum er bætt á línuna af handfljótum manni jafnóðum og dregið er og hefur hann vel við. Þegar stokktréð er orðið fullt, lyftist það með línunni í annað statif og nýtt stokktré kemur í staðinn og er þetta allt mjög einfalt að sjá. Þegar lokið er við að draga, er línunni komið fyrir undir nýja lögn. Stokktrén eru færð að beitustokknum og síðan dregst línan af eigin vélarafli bátsins í gegnum beituvélina og þá hefur hringurinn lokazt. Autólínan hans Mustads og beitumaskín- an hans Triós hafa vélvætt línuveiðarnar, að því er til sjálfra veiðanna tekur. Það stendur margt til bóta í þessum kerfum ennþá, en þau verða ekki full- komin nema þau séu notuð. Ég sé enga ástæðu til þess að þær endurbætur, sem gera þarf, þurfi að taka langan tíma. Það er þó grundvallaratriði, að menn láti tilraunabát Mads Björnerems, vera raunverulega að við tilraunirnar og full- an veiðitíma, en tali ekki um þær, sem hjá- Verkadundur einhvers forvitins skipstjóra eins og oft hefur hent hér fyrr. Árangurinn af „Saltsteins" túmum er þannig, að viðbótarfé, sem þarf að afla, er mjög lítið, því að báturinn með þessi tæki um borð, eins og þau eru nú, fiskar ágætlega miðað við þær aðstæður, sem voru á þessum þriggja vikna tilraunatúr. Með „mjög litlu", á ég að sjálfsögðu við upphæð, sem svarar til miMlvægi verk- efnisins og eigin tekna útgerðarinnar, sem hreint ekki eru svo litlar. Ég vona að Björnerem og menn hans séu fúsir á að halda áfram að vinna að þessu verkefni ásamt þeim fjölda áhugasamra tækni- manna, sem lagt hafa hönd á plóginn. Hvað kemur svo út úr öllu þessu bram- bolti? Það er fyrst að nefna, að fólkinu um borð er hlíft við miklu erfiði og í annan stað sparast fólk, og það er fljótt að endurgreiða sig allur kostnaður, sem sparar laun. Tveimur mönnum færra um borð ætti að nægja til að greiða upp kostn- aðinn við vélvæðinguna í þessu tilviki. Við höfum hér að framan eingöngu rætt um hvernig veiðar með línu færu fram og undir venjulegum kringumstæðum taka veiðarnar sjálfar mest af tíma skipshafn- arinnar. En það strá, sem brýtur úlfald- ans hrygg, er það að auk þessarar miklu vinnu við línuna, þarf mannskapurinn að vinna við fiskinn, sem veiðist. Samkvæmt núgildandi lögum á fyrst að blóðga hann, svo að fara innan í hann og þvo hann á eftir, síðan á að hausa hann, fletja hann og salta, eða ísa hann í kassa. Hvað þessum vinnubrögðum viðvíkur, þá er þörf ekki minni byltingar hér en í sjálfum línuveiðunum, sem Trio/Mustad, framkvæmdu. Þessi vinnubrögð er öll hægt að vél- væða. Það eru til fljótvirkar hausinga- og slægingavélar og það er hægt að hag- ræða svo um borð að flytja megi fisk og kassa á færiböndum í geymslurúmin. Til þessa alls höfum við nægjanleg og fullprófuð tæki og þá fyrst þegar við höfum notfært okkur þau til fulls, getum við sagt, að við höfum vélvætt fiskiveið- arnar í samanburði við landbúnaðinn. Og þá verða fiskveiðar samkeppnisfærar með vinnuafl við aðra atvinnuvegi. Ásg. Jak. þýddi úr Norges Handels- og Sjöfartstidende.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.