Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1971, Síða 12

Ægir - 01.08.1971, Síða 12
178 ÆGlít A 'öalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur: Haf- og fiskirannsóknir Grálúðuveiðar Austur-Þjóðverja við ísland 1967 Undanfarin ár hafa Rússar og Austur- Þjóðverjar stundað grálúðuveiðar hér við land. Fremur litlar upplýsingar eru fyrir hendi um þessar veiðar enn sem komið I. mynd. Veiðisvæði togarans Sun-i 27. april til II. maí 1967. Heildarsvæðið er gleiðstrikað, bezta veiðisvæðið þéttstrikað og er ísröndin sýnd með lilykkjóttri línu. er. Þó hefur birzt grein um rannsóknir Austur-Þjóðverja hér við land 1967 eftir Ing. U. Paschen. Þar sem í henni eru nokkur atriði, sem e. t. v. gætu komið íslenzkum sjómönnum að gagni, ætla ég að birta þau hér. Togarinn „Sund“ var við grálúðuveiðar undan Vestfjörðum frá 27. apríl til 5. júní 1967, og sézt á meðfylgjandi korti (1. mynd) hvar hann stundaði veiðamar (gleiðstrikað svæði) og hvar þær voru arðvænlegar (þéttstrikað svæði). Togað var á 400—600 m dýpi og eftir kortinu að dæma gæti ísröndin hafa hindrað tog- veiðar á meira dýpi. Paschen segir, að grálúðan, sem þarna veiddist, hafi mestöll verið nýbúin að hrygna og því verið mjög mögur. Á 2. mynd sézt togdýpið í metrum, mánaðardagarnir þegar veitt var (undir myndinni) og aflamagn í körfum á tog- tíma (sjá skýringartölur ofan til á mynd- inni). Níu sinnirm hefur aflinn farið yfir 100 körfur á togtíma og oft verið á milli 50 til 100 körfur. Stundum einkum fyrstu 2. mynd sýnir dýpi i metrum (tölurnar til vinstri ámyndinni), veiðidaga (töluma/r undir myndinni)> og aflamagn í körfum a togtíma (stutt, lóðrétt strik, sjá slcýringatölur og strik ofantil á myndinni)•

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.