Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR 179 dagana, var aflinn hinsvegar nsestum eng- inn. 11.—24. september 1967 var rannsókn- arskipið Ernst Haeekel við grálúðurann- sóknir fyrir Norður- og Austurlandi á 300—800 m dýpi. Á 3. mynd sjást svæðin, sem rannsökuð voru og 1. tafla sýnir tog- dýpið á svæðunum. 1. tafla. Togdýpi á svæðunum. Svæði Dýpi m Svæði Dýpi m I 540-570 V 670-704 II 440-690 VI 510-640 III 490-582 VII 390-420 IV 720-745 VIII 360-580 Dýpi var ekki gefið upp á svæðunum IX og X. Botnhitinn var um 0°C til 1°C á svæðunum II—IX á 300 m dýpi og kóln- aSi heldur niður eftir. Á svæði VIII þar sem veiði var góð var hitinn 0° til -4- 0,3°C. Grálúða fannst á öllum svæðunum, en aSeins á VII og VIII í veiðanlegu magni. Paschen telur, að grálúðan hrygni á mdli Islands og Grænlands og er það í samræmi við það, sem áður hefir verið gert ráð fyrir. Hins vegar álítur hann að hún fari norður og austur fyrir landið í fæðuleit að hrygningu lokinni, og er sú tilgáta sennileg. Þetta hvorttveggja er í samræmi við skoðanir danska fiskifræð- ingsins Á. V. Táning (1936). Táning rök- styður sínar tilgátur með niðurstöðum úr rannsóknum á útbreiðslu fiskilirfa á svæð- inu sunnan við neðansjávarhryggina frá Færeyjum um Island til Grænlands. Það er nokkuð öruggt að grálúðan hrygnir aðallega síðari hluta vetrar og e. t. v. eitthvað fram á vorið, en hrygn- andi einstaklingar geta þó fundizt á allt öðrum tíma og stöðum en þeim, er aðal- hrygningin fer fram á. Heimildarrit: Paschen, Ing. U. 1968: Ergebnisse einiger Untersuchungen am Swartzen Heilbutt (Reinhartius hippoglossoides) im Jahre 1967 bei Island. Fischereiforschung 6. Jahrg., Heft 1. Táning, Á. V., 1936: On the Eggs and Young Stages of the Halibut. Medd. Komm. Danm. Fiskeri- og Havunders. Serie: Fiskeri, Bd. X, Nr. 4.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.