Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 4

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 4
182 Æ GIR Nemur bessi viðbót 35 millj. kr. og kemur til framkvæmda á yfirstandandi ári. Nokkur aukning varð á starfsemi áhafnadeildar Aflatryggingarsjóðs, sem leiddi af lögum, sem veittu bátum undir 12 lestum rétt til greiðslna úr sjóðnum. Af öðrum ráðstöfunum er helzt að nefna lög um kaup á sex stórum skuttog- urum, sem væntanlega koma til með að valda umskiptum í togaraútgerð í fram- tíðinni. Að öðru leyti vísast til yfirlitsins, sem birtist á bls. 211 um lög, sem samþykkt hafa verið á árinu og snerta sjávarútveg. Landhelgi — veiðisvæði — veiðibönn Samkv. lögum nr. 21, 10. maí 1969 voru gerðar miklar breytingar á eldri lögum um heimild til botnvörpu- og flotvörpu- veiða í fiskveiðilandhelginni. Með lögum þessum var rýmkað mikið heimild tog- báta til veiða í landhelgi og eiga þessi lög að gilda í tvö ár til reynslu, eða til árs- loka 1971. Á árinu 1970 voru ekki gerðar neinar breytingar á fiskveiðilandhelginni aðrar en að sett var reglugerð 20. jan. ’70 um sérstök veiðisvæði fyrir línu fyrir SV- landi, í Faxaflóa og Breiðafirði og 4. febrúar 1970 var sett reglugerð um sér- stök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir SV- landi, og giltu reglugerðir þessar aðeins á vetrarvertíðinni. Eins og undanfarin ár voru veittar undanþágur til rækju-, hum- ar-, dragnóta- og spærlingsveiða. Hinn 9. janúar 1970 var gefin út reglugerð um síldveiðar fyrir SV-landi, þar sem ákveð- ið var að aðeins mætti veiða 50 þús. lestir á árinu, en þó skyldi veiðibann vera á tímabilinu frá 15. 2.—15. 9. Heimilt var samkv. áðurnefndri reglugerð að veita undanþágu til veiða á banntímanum á 5 þús. lestum til beitu og niðursuðu. Samkvæmt heimild í c og d lið 7. gr. al- þjóðasamnings um fiskveiðar í norð- austurhluta Atlantshafs er gerður var í London 24. jan. 1959, gerði Fastanefnd fiskveiða á Norðaustur-Atlantshafi álykt- un um takmörkun síldveiða í Norðursjó og Skagerak á árinu 1971, þannig að öll síldveiði á áðurnefndu svæði yrði bönnuð í maí 1971 og frá 20. ágúst til 30. sept 1971. Tillaga þessi var samþykkt af tilskyld- um fjölda aðildarríkja ráðsins og komu umræddar aðgerðir til framkvæmda hinn 1. marz sl. Þá náðu ísland, Noregur og Sovétríkin samkomulagi í lok okt. 1970 um verulegar takmarkanir á veiðum á norsku vorgotssíldinni. Gekk þetta sam- komulag í gildi hinn 1. janúar 1971, til eins árs. Hefur þessa samkomulags áður verið getið í Ægi. Á NV-Atlantshafi tóku gildi á árinu 1970 reglur um takmörkun veiða á ýsu o. fl. fisktegundum á tilteknum svæðum undan austurströnd Bandaríkjanna. Ýmsar aðrar ráðstafanir voru gerðar til að takmarka sókn í fiskstofna, sem sann- anlega eru ofveiddir eða taldir í hættu vegna of mikillar sóknar. Má nefna lax og lýsing í þessu sambandi. I mörgum tilfellum koma þessar ráð- stafanir of seint og ná of skammt. Útgerðarhættir á árinu í stórum dráttum má segja, að á árinu 1970 hafi náðst jafnvægi í sókn á ein- stökum veiðarfærum, eftir þær tilfærslur, sem einkenndu árin á undan. Síldveiðar urðu með nokkuð öðrum hætti en 1969. Sú tilraun, sem gerð var 1969 með veiðar við austurströnd Ameríku, var ekki endurtekin. Hinsvegar var báta- fjöldi sá, sem stundaði síldvciðar, svipað- ur og árið áður, eða 90, þá er flest var, á móti 89 árið áður. Línuveiðar við Austur- Grænland að vorlagi, sem hafa verið reyndar undanfarin ár, með misjöfnum árangri vegna ágangs íss, mistókust að verulegu leyti. Alls voru 8 bátar, sem reyndu fyrir sér, en það er sami fjöldi og 1969. Aflinn varð í heild nokkru minni- Grálúðuveiðar með línu voru með svip- uðum hætti og árið áður, nema hvað aflinn fékkst á mun takmarkaðri svæðum. Var aðalveiðin austur og norður af Kolbeins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.