Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 185 Hin nýbreytnin var veiði rækju á mið- um, sem fundust nálægt Eldey. Vaknaði mikill áhugi á þessum veiðum og vinnslu rækjunnar og stunduðu veiðarnar um 24 bátar. Dreifðist aflinn víða um Suðvestur- land og allt austur á Hvolsvöll og hófst talsverður undirbúningur að því að reisa vinnsluhús og kaupa vélar til pillunar. Hins vegar er spurning um veiðiþol stofnsins, en undir því eru framtíðarveið- ar komnar. Almenn vitneskja er, að stofn- ar gefa góðan afla við upphaf nýtingar þeirra, en eftir því, sem nýting vex, verða aflabrögðin lakari. Einstakir sterkir ár- gangar geta þó breytt þessari mynd í ein- stökum atriðum, en heildarmyndin er óbreytt. Vert er að íhuga þetta atriði við ákvarðanir um fjárfestingu. Að því er bezt er vitað, eru þegar að komast, eða komnar í gagnið hér sunnanlands, 5 pill- unarvélar og tvær til þrjár í viðbót í upp- siglingu. Lætur nærri að þessar vélar þarfnist, ef þær koma allar, um 30 lesta af rækju daglega, ef miðað er við 10 tíma vinnslu. Á Vestfjörðum eru auk þess 9 vél- ar. Lætur nærri að ársþörfin fyrir hrá- efni sé um 17000 lestir, sem er tæplega fjórfaldur heildarafli landsmanna á rækju í fyrra. Heildarárangur fiskveiðanna Með hliðsjón af afla var árið 1970 tals- vert hagstæðara en árið áður. Heildar- aflinn varð á árinu rúmar 729 þús. lesta, sem er 6,3% meira en árið áður er heild- araflinn varð tæpar 686 þús. lesta. Hlut- fallslega er aukningin talsvert minni en á milli áranna 1968 og 1969, er hún varð 14,6%. Ef litið er á þróun verðmætis, kemur einnig fram veruleg hækkun, eða um 28% miðað við fyrra ár. Einnig það er talsvert minni aukning en á milli áranna 1968 og 1969, en hafa ber í huga, að talsverður hluti þeirrar hækkunar, sem þá varð, átti rót sína að rekjatilþeirrarverðmætisbreyt- ingar, sem varð á krónunni seint á árinu 1968. Þar sem sú breyting, sem varð á milli áranna 1969 og 1970 byggðist aftur Togarar Bátar Trillur 1970 1969 1970 1969 1970 1969 Aflamagn, þús. lestir 79,7 84,1 3.923,1 3.019,1 92,6 66,1 Aí'laverðm., millj. kr. 872,3 749,6 637,1 590,0 12,4 10,7 Pjöldi 23 23 731 692 623 524 Sjóferðir 402 413 57.752 51.915 19.648 18.557 Othaldsdagar 7.044 7.384 161.163 153.016 47.060 43.672 Afli pr. sjóf., lestir 197,5 203,6 11,0 11,4 0,6 0,6 Afli pr. úthaldsdag 11,3 11,4 4,0 3,9 0,3 0,2 Aflaverðm. pr. sjóf., þ. kr. 2.169 1.815 68 58 4.7 3,6 Aflav.m. pr. úth.d., þ kr. 113 102 24 20 2,0 1,5 Aukning í fjölda % 0,0 + 5,6 + 18,9 Aukning í sjóf. .% 2,7 +11,2 + 5,9 Aukning í úth.d. % -J- 4,4 + 5,3 + 7,7 Aukning í afla % -A- 5,3 + 8,0 + 15,9 Aukning í aflaverðm. % + 16,4 + 29,9 +40,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.