Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 8
186 ÆGIR á móti á hækkandi verðlagi afurða ásamt bættri nýtingu vinnslutækja. Talsverð aukning varð á sókn miðað við fyrra ár. Töflunni á síðunni hér á undan er ætlað að gefa til kynna þær helztu breyt- ingar, sem urðu. 1 heild hefur f jöldi þeirra báta, sem veið- ar stunduðu, vaxið um 138. Mest af þeirri aukningu á sér stað í smábátaútgerð, en talsverð fjölgun varð einnig í útgerð þil- farsbáta. Hins vegar var fjöldi togara óbreyttur frá fyrra ári. Það er skilgrein- ingaratriði hvað teljast togarar, en þeirri reglu hefur verið fylgt undanfarin ár, að miða við skip, sem eru stærri en 500 brl. Sú þróun, sem varð á árinu og verður væntanlega meira ríkjandi á næstu árum, — þ. e. aukin togveiði stærri skipa — gefur tilefni til að taka þessa viðmiðun til endurskoðunar, þar sem ósambærileiki skipa innan þessara flokka fer sífellt vax- andi. 1 heild varð talsverð fjölgun á sjóferð- um og úthaldsdögum og er sú aukning, einkum á sjóferðum, hlutfallslega meiri en nam aukningunni á skipafjölda, sér í lagi þegar tillit er tekið til þess samdrátt- ar, sem varð í sölu togaranna. Að því er varðar bátaflotann er orsök þessarar auknu tímanýtingar að talsverðu leyti verkföllin, sem urðu 1969, þ. e. sjómanna- verkfallið í ársbyrjun og verkfall hjá landverkafólki í maí—júní. Miðað við sókn, virðist út frá þessum tölum sem afli hafi farið minnkandi á árinu. Að vísu er hér miðað við mjög gróf meðaltöl og ber að taka þessu með þeim fyrirvara. Hjá togurunum er samdrátturinn í aflanum meiri en samdrátturinn í úthaldinu. Hugs- anleg orsök er, að erlendar sölur togar- anna voru talsvert meiri en á síðasta ári, en að jafnaði fæst minni afli á sóknar- einingu, ef veitt er fyrir erlendan markað, þar sem tegundaval skiptir þá meira máli í afkomu túrsins en ef land- að er heima. Hjá bátaflotanum er dálítið komið undir því við hvaða stærð sóknin er miðuð. Afli í hverri sjóferð er heldur minni en áður, en hins vegar er afli á hvern úthaldsdag heldur meiri 1970 en árið áður. Rétt er að taka fram, að það misræmi, sem fram kemur í heildartölum framanritaðr- ar töflu og töflum um heildarveiði — verð- mæti og hagnýtingu — stafa af áætlunum um afla og verðmæti hans, — einkum á grásleppu — auk afla erlendra skipa, sem ekki er tekinn hér með. Þorskveiðarnar Heildaraukning þorskaflans á síðasta ári nam tæpum 23,7 þús. lesta, sem er tæp- ur þriðjungur þeirrar aukningar, sem varð á seinasta ári, er varð um 77,1 þús. lesta. Eins og að framan er getið dróst afli togaranna saman, og kemur því öll aukningin fram í veiðum bátaflotans og opinna vélbáta. Öll sú aukning, sem varð, á rætur að rekja til veiða á vetrarvertíð, en aflinn yfir sumar- og haustmánuðina varð tals- vert minni en árið áður, eða sem nam tæp- um 11 þús. lesta. Aflaaukning á vetrar- vertíð nam 12,8%, sem af áðurgreindum orsökum lækkaði í 5,3%, ef reiknað er með árinu í heild. Hugsanlegar skýringar á aflasamdrættinum á sumar- og haust- vertíð eru margar, en líklegar skýringar eru, að aflinn 1969 var óvenjugóður, sem gerir viðmiðun ef til vill ekki réttmæta. Annað er, að afli og sókn útlendinga virð- ist hafa vaxið nokkuð og í þriðja lagi var veðurfar ekki ákjósanlegt til veiða, eink- um var haustveðráttan rysjótt. Hlutdeild einstakra veiðarfæra í aflan- um breyttist nokkuð frá árinu áður. Línu- veiði jókst um rúmar 10 þús. lesta og hækkaði hlutdeild hans úr 15,9% í 17,2% af heildarþorskafla bátaflotans. Netaafl- inn óx um tæpar 20 þús. lesta og hlut- deild hans hækkaði úr 38,9% í 40,8%. Aflinn í botnvörpu lækkaði hins vegar um rúmar 5 þús. lesta og hlutdeildin lækk- aði úr 32,4% í 28,6%. Er þetta í samræmi við þá þróun, sem áður var getið, — meiri afli á vetrarvertíð og minni sumar- og' haustafli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.