Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1971, Blaðsíða 22
200 ÆGIR Markaðir o útfiutningur Eins og áður er getið varð hækkun á út- flutningsverði veruleg á árinu eða að með- altali 39.2%. Talsverður hluti þessarar hækkunar stafar frá tilfærslu milli af- urðaflokka og þar með breyttrar sam- setningar útflutningsins. Eftirfarandi tafla sýnir breytingar á magni og verði útflutningsins eftir afurðaflokkum. Hlutfallslegar breytingar (samkv. útflutningsskýrslum). Útflutllings Á magni Á verði Frystar afurðir +16.2% +25.1% Saltaðar afurðir — 6.3% +23.9% ísaður og nýr fiskur*) — 6.3% +65.9% Hertar afurðir —52.3% +21.7% Mjöl og lýsi —22.6% +48.6% Niðursuða —15.6% +37.7% Alls — 6.5% +39.2% Eins og fram kemur af töflunni eru breytingarnar innan afurðaflokkanna verulega mismunandi. Jafnbezta þróun sýna frystar afurðir, en þær uxu verulega að magni til samfara hækkandi verði. Með- altalshækkun verðs á frystum afurðum varð rúmlega 10.000 kr. pr. lest, eða um 25%. Mesta hækkun verðs að tiltölu sýna ísaður og nýr fiskur, sem hækkar um 66% tæp, og mjöl og lýsi, en hækkun á þeim er tæplega 50%. Annars verður að telja þá almennu þró- un verðlags, sem taflan sýnir, mjög við- unandi, hvernig sem orsakir hennar skipt- *) Með árinu 1969 eru í útflutningstölum talin nokkrar þúsundir lesta af síld, sem var í raun landað 1968. Því ætti í stað minnkunar um 6.3% í ísuðum og nýjum fiski og magnrýrnun heildar- útflutningsins ekki að vera nema 3.2% í stað 6.5%. ast milli gæðameiri vara og hækkandi verðs. Samdrátturinn í útflutningi annarra af- urða en frystra og ísaðra á sér nokkuð eðlilegar skýringar. Meginorsökin fyrir minnkandi útflutningi saltaðra afurða er samdráttur í söltun síldar, en framleiðsla saltsíldar minnkaði um rúmlega 9 þús. lestir og nam nú aðeins um 40% af fram- leiðslu ársins áður. Hafði þetta í för með sér samdrátt í útflutningi, sem nam 23%, en að öðru leyti minnkuðu birgðir. Nokk- ur samdráttur varð einnig í útflutningi saltfisks, sem með aukinni framleiðslu leiddi til nokkurar birgðasöfnunar. Útflutningur skreiðar varð á árinu rúm- lega helmingi minni en 1969. öllum er kunnugt um orsakir þessa og óþarfi að rekja það nánar hér. Um framtíð þessa markaðar er sem stendur erfitt að spá. Ennþá virðist sem gjaldeyrisstaða Ní- geríu sé svo veik eftir styrjöldina, að þeir telji sig þurfa á takmörkunum innflutn- ings að halda. Hversu lengi það varir, er m. a. háð því hversu efnahagsleg uppbygg- ing Austur-Nigeríu vindur fram og þá einkum olíuvinnslunni, sem fram fer á þeim svæðum. Eftir fréttum að dæma virðist framleiðsluaukning á olíunni vera mjög ör, og gæti það gefið vonir um að úr rætist. Orsakir þess, að útflutningur á mjöli og lýsi dróst saman, þrátt fyrir aukna framleiðslu, voru þær, að birgðir, sem söfnuðust upp á árunum 1965 og 1966, hafa síðan rýrnað smámsaman. Á árinu 1969 má segja, að dreggjarnar hafi verið seldar, þannig að birgðirnar um áramót 1969—1970 voru ekki umfram það, sem eðlilegt getur talizt, ef undan er skilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.