Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 239 -—1966, höfðu ekki étið rækjur. Árið 1967 og 1968 fundust nokkrar rækjur í fisk- mögum, en 1969 varð mikil breyting á fæðu ui-riða og bleikju, en einungis er um þessar tvær tegundir að ræða í umtöluðu vatni. Þetta ár (1969) hafði pokarækju- stofninn allt að því náð hámarki, sem er 50 stykki á ferm., og bæði urriði og bleikja, sem velja ákaflega nákvæmlega úr þeirri fæðu, sem býðst, breyttu fæðu- vali sínu. Á veturna reyndist rækjan vera 95% til 100% af magainnihaldi fiskanna, auk þess sem miklu fleiri fiskar höfðu í'æðu í maganum en áður. Á sumrin var vækjan 70% til 80% af fæðunni, nema í lok júlí og byrjun ágúst. En þá reyndist vera mikið af svifdýrum og mýi í fisk- mögunum. Það sem furðu vekur er, að urriðinn sem lifir á grunnu vatni nálægt strönd- inni, hefur í enn ríkari mæli en bleikjan §■611; rækjuna að æti sínu. Venjulega finnst rækjan aðeins í nokkuð miklu dýpi (meira on 10 m) á sumrin og forðast ljósleitar grynningar. Þó finnst hún stundum á um nretra dýpi um miðjan dag, þar sem fisk- urinn heldur sig oft. Þess má geta, að frá Blasjö hefur rækj- an verið flutt til vatna í Noregi, en ár- angur er ekki enn kominn í ljós, þar sem stutt er síðan tilraunin var gerð. Það er full vissa fyrir því, að tilraunir með flutn- ing á pokarækju milli vatna hafa heppn- azt í átta vötnum, þar sem vatnsmiðlun fer fram. Nýlega hefur rækjunni verið sleppt í níu önnur vötn, en of snemmt er að segja um árangur. Fylgzt er af áhuga með árangri af þess- um nýhöfnu tilraunum. Nú þegar er eftir- farandi komið í ljós: Mestan hluta ársins 6r rækjan aðalfæðutegund urriða og bleikju. Gæði þessara fisktegunda hafa bi'eytzt mjög til batnaðar. Fiskurinn er feitari, rauðari, lystugri og bragðbetri en áður. Á vissum svæðum í Svíþjóð hefur úreifing pokarækjunnar orðið svo vmsæl, að rannsóknarstofan á Drottning- holm hefur orðið að koma í veg fyrir, að almenningur taki hana í sínar hendur. Pokarækjan er veidd í svonefnt bómu- troll (sjá mynd). Það er tveggja metra breitt og mjög veiðið. I einu fimm mín- útna togi, um 100 metra eftir botninum, hafa aflazt allt að fimm þúsund rækjur. Við flutning á rækjunni milli vatna verður að gæta þess, að hrogn óæskilegra fisktegunda fylgi ekki með. Rækjuna verð- ur því að veiða á haustin, þegar ungviðið hefur náð nokkurri stærð. Þegar rækjan er veidd í fjallavötnum, þar sem aðeins urriði og bleikja eru, er að sjálfsögðu ekki hætta á, að aðrar fisktegundir slæð- ist með. Hættan á að sjúkdómar berist með rækjunni, er hverfandi lítil, því að þau sníkjudýr, sem þrífast á rækjunni, eru hættulaus að kalla. Rækjunni er safnað í tjarnir, sem vatn rennur um, og síðan er hún flutt. Um það bil 25 þúsund rækjur eru látnar í 25 lítra plastsekki. Loftinu er þrýst úr og hreinu súrefni blásið í stað loftsins. Ef hitastig- inu er haldið neðan við 10 gráður, lifir rækjan að minnsta kosti í sex klst. Greina má breytingarnar, sem verða á lífsskilyrðum (ökologíu) vatnsins eftir að rækjunni hefur verið sleppt, í aðgreind tímabil. Það er því mikilsvert, að menn geri sér grein fyrir þessari kerfisbundnu skiptingu, svo að þeir vænti ekki of skjóts árangurs. 1. Frá því að rækjunni er sleppt, unz hún hefur náð hámarki, má reikna með um 5 árum. Bónnubotnvarpa til að veiða pokarækju. (Ljósm.: M. Fivrst).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.