Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 16

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 16
246 ÆGIR inn á þessa stokka og línan þá klár til beitingar. Stokkarnir eru af tveim stærðum. Ef línan er svo löng, að hún kemst ekki í stærri stokkana, sem ligg.ja frá uppstokk- unarvélinni aftur eftir og að beitingarvél- inni, eru hafðir minni stokkar, sem hægt er að taka til hliðar og fella síðan eftir þörfum inn í stokkaröðina, sem liggur fyrir til beitingar. Stokkarnir færast sjálf- krafa aftur síðuna, þegar uppstokkunar- vélin hefur fyllt þá, en tómum stokkum er bætt við eftir þörfum jafnharðan. 6. Tríóbeitingarvélin Beitingarvélinni er komið fyrir rétt við lagningsrennuna. Línan fer inn í þessa vél úr stokkunum og í henni tvíkrækjast öngl- arnir í beituna. Beitan skerst um leið og vélin beitir öngulinn, en mann þarf til að koma beitunni fyrir í vélinni. Það er hraði skipsins, sem dregur línuna í gegn- um beitingarvélina jafnframt því sem lín- an leggst í sjóinn. Beituskurðurinn bygg- ist aftur á móti á krafti frá litlum raf- Línustokkarnir í ganginum mótor (y3 hestafl). Þessi vél er ryðvarin og að miklum hluta smíðuð úr ryðfríu stáli. Það er hægt að nota ýmsar gerðir af línuönglum jöfnum höndum í þessa sjálf- virku línuvél. Það er auðvelt að koma vél- inni fyrir á öllum skipum yfir 40 fet að lengd (20 tonn eða svo). Á skipum, þar sem ekki er hægt að opna bakborðsgang- inn, verður vitaskuld að raða stokkunum upp stjórnborðsmegin og koma uppstokk- unarvélinni fyrir í samræmi við það. Ef hekkið er mjög langt, er hægt að hafa upp- stokkunarvélina aftur á skipinu. Það er nú hægt að leggja með 6 sjómílna hraða á vélinni, sem er um borð í Saltstein, sem er 110 feta bátur, eða tæp 300 tonn, en verkfræðingarnir vilja ná meiri hraða. Það orkar mjög tvímælis að hraða sér mikið við drátt eða lögn. Við Islendingar erum búnir að missa mikinn afla við það írafár, sem hér tíðkast við þetta hvort- tveggja. Með miklum hraða við lögnina fer önnur hver beita af og það er sannað mál, að það tapast afli við þann hraða drátt, sem gerist hérlendis. Kannski breyt- ist þetta hvorttveggja til batnaðar með til- komu sjálfvirku vélarinnar. Verkfræðingur Mustads, William Ny- gaard, sem stjórnað hefur tilraununum ásamt sjálfum uppfinningamanninum, Kaare Harem, skipstjóra í Haramsöy við Álasund, telur, að það þurfi 3 menn á dekki við línudráttinn og sjálfvirku vél- ina, það er einn mann við rúlluna (gogg- arann) og tvo menn við uppstokkunar- vélina til að gæta hennar og bæta á. Auk þess hlýtur að þurfa mann í niðurstöðun- um og til að blóðga. Þó er það ekki víst, ef hægt er dregið. Við lögnina þarf einn mann við stokkana, annan við beitingarvélina og þann þriðja í niðurstöðurnar. Þessi vél er þegar komin í gagnið. Hún er „brúkbar“, en ekki ,,salgbar“, sagði Nygaard verkfræðingur. Saltstein, bátur- inn, sem vélin hefur verið reynd um borð í síðan í vor, 8 maí, er nú á Grænlands- miðum. Það, að báturinn skuli sækja á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.