Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 17

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 17
ÆGIR 247 svo fjarlæg mið með vélina, sýnir, að það er orðin staðreynd að smíði hennar hefur lánazt. Nygaard sagði, að það tæki sinn tíma að koma sér niður á heppilegustu framleiðsluaðferðina til fjöldaframleiðslu á svo flókinni vélasamstæðu. Verið er nú að vinna að smíði fyrstu vélasamstæðunnar, sem ekki er alger til- i'aunasmíði (prototype). Áður hafa ein- göngu tilraunavélar verið reyndar. Gert er ráð fyrir, að þessi nýja samstæða verði sett í tilraunabátinn Saltstein í október nú í haust. Með þessari fyrstu samstæðu niá segja að framleiðsla sé hafin á vélun- um og gert er ráð fyrir að framleiða fimm til sex samstæður sömu gerðar og verða þær settar í valda norska línubáta, senni- lega á Álasundssvæðinu. Það verður síðan nákvæmlega fylgzt með árangri þeirra hvers um sig úti á miðunum við veiðarnar sjálfar. Það er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að afgreiða vélar til útflutnings fyrr en seinni hluta ársins 1972, þar sem allir „barnasjúkdómar", eins og verkfræðing- urinn orðaði það, verða að hafa verið yfir- unnir örugglega áður. Nygaard gizkaði á, og lagði áherzlu á að það væri raunveru- lega ágizkun, að verð vélarinnar yrði 60— 70 þúsundir norskra króna í byrjun, hvað svo sem síðar yrði, þegar eitthvað hefði fengizt upp í þann gífurlega kostnað, sem tilraunirnar hafa haft í för með sér í þau þrjú ár, sem þær hafa staðið yfir. NÝR SKÓLASTJÓRI VÉLSKÓLA ÍSLANDS Andrés Guðjóns- son, tæknifræðing- ur, var skipaður skólastjóri Vélskóla Islands frá 1. sept., í stað Gunnars Bjarnasonar, er þá lét af störfum fyrir aldurs sakir. Andrés hefur ver- ið vélfræðikennari við Vélskóla íslands s.l. 15 ár. Hann er 50 ára gamall, fæddur í Hafnarfirði, son- ur Guðjóns Þorkelssonar, vélstjóra. Sveinspróf i í vélsmíði ásamt iðnskólaprófi lauk hann í Hafnarfirði. Vélstjóraprófi og rafmagnsdeildarprófi frá Vélskólanum í Reykjavík. I Danmörku las hann við Vél- stjóraskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan „Den udvidede maskinmester- eksamen". Æðsta vélstjóraprófi Dana og tæknifræðiprófi lauk hann frá tækniskól- anum í Odense. Andrés hefur verið vél- stjóri á ýmsum skipum og í síldarverk- smiðju, einnig verksmiðjustjóri í síldar- verksmiðju. Hann starfaði um hríð á teiknistofu Vél- smiðjunnar Héðins h.f. Hóf snemma kennslu hjá Fiskifélagi íslands við mótor- námskeið þess. Kennari í mótorfræði við bréfaskóla S.I.S. og A.S.I. frá árinu 1961. í sumarleyfum frá kennslustörfum hefur hann verið eftirlitsmaður með hvalveiði- skipum Hvals h.f. Hann hefur oft verið meðdómari í sjó- rétti í Reykjavík. Skipaskoðunarmaður fyrir American Bureau of Shipping frá árinu 1967. Or- lof frá kennslu við Vélskóla Islands s.l. vetur, var hann þá við Vélstjóraskólana í Noregi, Svíþjóð og Danmörku til frekara náms og kynningar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.