Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 24

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 24
254 ÆGIR HÁFUR, hæfur til frystingar, pr. kg .. kr. 3.80 KARFI, 500 gr. og yfir, nothæfur til frystingar: a) Veiddur við Island og Austur-Grænland, pr. kg ......... kr. 9.60 b) Veiddur við Nýfundnaland og Vestur-Grænland, pr. kg .......... — 9.20 Karfi undir 500 gr. er óverðlagður til fryst- ingar. LÍNUFISKUR: Auk framangreindra fiskverða greiða fiskkaup- endur kr. 0.55 á hvert kg þorsks, ýsu, steinbíts og löngu, sem veitt er á línu og fullnægir gæðum í 1. flokki, á tímabilinu 1. okt. til 31. des. Enn- fremur mun ríkissjóður greiða kr. 0.33 á hvert kg framangreinds línufisks sama tímabil. KASSAFISKUR: Þegar slægður þorskur eða ýsa er ísuð í kassa í veiðiskipi og fullnægir gæðum í 1. flokki, greið- ist aukalega kr. 0.50 á hvert kg þorsks og kr. 1.50 á hvert kg ýsu. STÆRÐARMÖRK: Framangreind verðákvæði eru miðuð við eftir- greind stærðarmörk (með þeim takmörkunum, er að framan greinir): Þorskur, stór . .. Þorskur, smár . .. Ýsa og keila, stór Ýsa og keila, smá Lýsa ............ Langa, stór...... Langa, smá....... Ufsi, stór ...... Ufsi, smár ...... 57 cm og yfir. 43 cm til 57 cm. 50 cm og yfir. 40 cm til 50 cm. 50 cm og yfir. 75 cm og yfir. undir 75 cm. 57 cm og yfir. undir 57 cm. Við stærðarákvörðun skal mæla eftir miðlínu fisks frá trjónu á sporðblöðkuenda (sporð- blöðkusýlingu). Öll verð miðast við að fiskur sé veginn íslaus og seljendur afhendi fiskinn aðgreindan eftir tegundum á flutningstæki við skipshlið. Verðflokkun samkvæmt framanrituðu byggist á gæðaflokkun Fiskmats ríkisins. Reykjavík, 4. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á hörpudiski Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. ágúst 1971 til 29. febrúar 1972. Heimilt er fulltrúum í verðlagsráði að segja lágmarksverð- inu upp fyrir þann 15. október, og skal þá nýtt lágmarksverð taka gildi frá 1. nóvember 1971: Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi, 7 cm á hæð og þar yfir, hvert kg kr. 8.30 Verðið miðast við, að seljandi skili hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips, og skal hörpudiskurinn veginn á löndunarstað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fisk- mats ríkisins og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslustað. Reykjavik, 4. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á kola Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á eftirgreind- um kolategundum, er gildir frá 1. ágúst til 31. desember 1971: Skarkoli og þykkvalúra: 1. fl., 453 gr. og yfir, hvert kg... kr. 13.65 2. fl., 453 gr. og yfir, hvert kg....... — 10.00 1. og 2. fl., 250 gr. til 452 gr. hvert kg — 5.75 3. fl., 250 gr. og yfir, hvert kg...... — 4.20 Langlúra: 1. og 2. fl., 250 gr. og yfir, hvert kg . . kr. 5.75 3. fl., 250 gi'. og yfir, hvert kg....... — 4.20 Stórkjafta: 1. og 2. fl., 250 gr. og yfir, hvert kg . . kr. 5.75 3. fl., 250 gr. og yfir, hvert kg........ — 4.20 Sandkoli: 1. og 2. f1., 250 gr. og yfir, hvert kg .. kr. 5.75 Verðflokkun samkvæmt framansögðu byggist á gæðaflokkun Fiskmats ríkisins. Verðið ei' miðað við, að seljandi afhendi fiskinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 4. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Humarverð Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á ferskum og slitnum humar frá 1. ágúst til loka humar- vertíðar 1971: 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 30 gr. og yfir, hvert kg, ................ kr. 189.00 2. flokkur, óbrotinn humarhali, 10 gr. að 30 gr., og brotinn humarhali, 10 gr. og yfir, hvert kg .......... — 89.00 Verðflokkun byggist á gæðaflokkun Fiskmats ríkisins. Verðið er miðað við, að seljandi afhendi hum- arinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 4. ágúst 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.