Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 4
258 Æ GIR vík frá 1. jan. — 30. sept. var alls 17.781 lest, þar af sl. humar 250 lestir og rækja 120 lestir. Vogar: Þaðan stundaði 1 bátur veiðar með botnvörpu og var aflinn alls 14 lestir. Heildaraflinn í Vogum frá 1. jan. — 30. sept. var alls 2.306 lestir, þar af sl. humar 20 lestir. Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 8 bát- ar veiðar, þar af 6 með botnvörpu og 2 með humarvörpu. Aflinn var alls 263 lest- ir, þar af sl. humar 4 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Hafnarfirði frá 1. jan. — 30. sept. var alls. 2.940 lestir, þar af 84 lestir sl. humar. ReyJcjavík: Þaðan stunduðu 17 bátar veiðar á þessu tímabili, þar af 8 með botn- vörpu, 4 með línu, 4 með handfæri og 1 með ýsunet. Aflinn var alls 578 lestir, þar af afli aðkomubáta og smábáta 81 lest. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Reykjavík frá 1. jan. — 30. sept. var alls 10.596 lestir. Akranes: Þaðan stunduðu 14 bátar veið- ar, þar af 11 með humar og botnvörpu, 2 með línu og 1 með handfæri. Aflinn á tímabilinu var alls 222 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn á Akranesi frá 1. jan. — 30. sept. var alls 11.329 lestir, þar af sl. humar 37 lestir. Rif: Þaðan var 1 bátur gerður út með línu á þessu tímabili og var afli hans 41 lest. Auk þess var afli opinna vélbáta 22 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildarafl- inn á Rifi frá 1. jan. — 30. sept. var alls 5.897 lestir. ólafsvílc: Þaðan stunduðu 20 bátar veið- ar, þar af 8 með botnnvörpu, 4 með drag- nót, 4 með línu og 4 með handfæri. Afli þeirra á tímabilinu var alls 717 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Ólafsvík frá 1. jan. — 30. sept. var alls 12.544 lestir. Grundarfjöröur: Þaðan voru 11 bátar gerðir út á þessu tímabili, þar af 7 með botnvörpu, 2 með rækjutroll, 1 með línu og 11 með dragnót. Afli þeirra var alls 385 lestir, þar af rækja 2 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Grundar- firði frá 1. jan. — 30. sept. var alls 4.841 lest, þar af rækja 125 lestir og hörpudisk- ur 93 lestir. Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 5 bátai' veiðar með skelplóg og var afli þeirra alls 198 lestir. Auk þess var afli smábáta 15 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildarafl- inn í Stykkishólmi frá 1. jan. — 30. sept. var alls 3.875 lestii', þar af hörpudiskur 2.020 lestir. VESTFIRÐIN GAFJ ÓRÐUN GUR í ágúst. Gæftir voru stopular allan ágústmánuð og gátu færabátarnir lítið aðhafzt. Þykir mönnum botninn hafa dottið illilega úr sumarvertíðinni eftir einstæðan góðveð- urskafla í júlí. Síðari hluta mánaðarins var fiskur farinn að gefa sig til á grunn- slóð hjá línubátunum og skiptu þá nokkrir bátar á línu. Var töluvert ýsurag í þeim afla, ólíkt því sem var í fyrra, en þá sást ekki ýsa. Hjá stóru línubátunum, sem stunduðu grálúðuveiðar, var afli farinn að tregast og voru nokkrir þeirra farnir að róa fyrir þorsk. Hjá dragnótabátunum var dágóður afli, en ördeyða hjá þeim fáu bát- um, sem voru á togveiðum. I ágúst voru gerðir út 177 bátar frá Vestfjörðum, en voru 165 á sama tíma í fyrra. Handfæri stunduðu 138 bátar, 22 reru með línu, 13 með dragnót og 4 með botnvörpu. Voru stóru bátarnir flestir í vélahreinsun og þrifum. Heildaraflinn í mánuðinum var 3.136 lestir, en var 3.222 lestir í fyrra. Er heild- araflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 12.375 lestir, en var 16.633 lestir á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn í hverri verstöð: Patreksfjörður: Lestir Sjóf■ Þrymur tv 82,4 2 Dofri tv 19,9 2 7 dragnótabátar 257,0 Brimnes 53,4 19 Mummi 44,0 21 Skúli Hjartarson 39,3 19 20 handfærabátar 97,9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.