Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1971, Blaðsíða 16
270 ÆGIR þeim hætti, að um tvö aðalhrygningar- svæði hlýtur að vera að ræða, við Suður- land annarsvegar og Vestfirði hins vegar. Síld Ungsíldar frá í vor, eða frá sumarklaki fyrra árs, varð ekki vart. Hegðun ársgam- allar sumargotssíldar, sem jafnan heldur sig inni á fjörðum, er þó þannig að stund- um mun þurfa talsverða yfirlegu til þess að finna hana og kanna magn hennar. Að svo komnu máli verður þó ekki annað séð, en sumarklak síldar frá 1970 og vorklakið í ár hafi tekizt illa. Loðna Útbreiðslusvæði og magn loðnuseiða er sýnt á 5. mynd og er það fyrir Vestur- og Norðurlandi með svipuðu sniði og í fyrra. Auk þess var ungloðna á takmörkuðu svæði suðaustur frá Angmagsalik á Græn- landi og fyrir Suðurlandi allt austur að Hrollaugseyj um. Eins og fram kemur á 5. mynd er aðal- magn loðnuseiðanna að finna á fjórum til- tölulega vel afmörkuðum svæðum: 1. Suðaustur frá Ingólfshöfða. 2. Fyrir Suður- og Suðvesturlandi, fi’á Dyrhólaey vestur fyrir Reykjanes. 3. Á stóru svæði frá suðaustur til norð- vesturs frá Vestfjörðum, 30—110 sjó- mílur frá landi. 4. Frá Horni að Siglunesi, frá ströndinni að ísbrún. Á framangreindum svæðum fengust yfirleitt um og yfir 1000 loðnuseiði í 1. sjó- mílu togi. Yfir 10 þúsund seiði á sjómílu fengust vestur af Látrabjargi, norðaustui' Jan Mayen 4. MYND YSUSEIDI < 10 /X 10-100 !00- 300 U. mynd. Magn og útbreiðslusvæði ýsuseiða í júli-ágúst 1971.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.