Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 287 heimzt (2,3%), en þau voru öll merkt við Vestfirði (2. mynd). Þessar endurheimt- ur, þótt fáar séu, varpa nokkru ljósi á göngur hrognkelsanna. Sérstaklega at- hyglisverðar eru merkingarnar á Breiða- firði (24. marz) og á norðanverðu Látra- grunni (28. marz). tJr báðum þessum merkingum hafa hrognkelsi gengið inn á Patreksfjörð, en engu að síður norður fyr- ir land. Þannig veiðist grásleppa við Skaga- strönd 51 degi eftir að hún er merkt fyrir vestan og önnur veiðist við Flatey á Skjálf- anda aðeins 35 dögum eftir að hún var merkt á Látragrunni. Vegalengdin þarna á milli er a. m. k. 220 sjómílur, svo að meðalsundhraðinn hefur verið 6,3 sjóm/ dag. Þetta dæmi sýnir, að hrognkelsin komast talsvert áfram ef með þarf, þótt klunnalegur vöxtur þeirra bendi ekki til neinnar sundfimi og yfirleitt fari þau sér hægt. Merkingin í marz sýnir ennfremur, að hrognkelsi merkt við Vestfirði hafa geng- ið suður á bóginn, en einn rauðmaginn merktur við Isafjarðardjúp veiddist tveim- ur mánuðum síðar á Grundarfirði (Snæ- fellsnesi). I byrjun maí náðist að merkja 69 hrogn- kelsi víðsvegar við Norðurland og 11 við Vesturland (ferningarnir á 1. mynd). Úr þeim merkingum hafa þrjú hrognkelsi endurheimzt (3,8%). Virðast tvö hrogn- kelsanna vera á útleið að lokinni hrygningu, en rauðmaginn, sem merktur var í Skjálf- andadjúpi, fór ekki inn á Skjálfanda, held- ur leitar vestur á bóginn og veiðist inni á Húnaflóa (3. mynd). Næst fór fram merking á Húsavík í lok mynd. Merkingastaðir hrognkelsa við Vestur- og Norðurland. Tölurnar tákna fjöldann, sem merktur var á hverjum stað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.