Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 10
288 ÆGIR veiðitímabilsins (byrjun júní) og var það gert til þess, að sem fæst hrognkelsanna veiddust strax eftir merkinguna, en meg- intilgangur hennar er sá, ag afla upplýs- inga um, hvort hrognkelsin leiti aftur á sömu slóðir að ári, í hve miklu magni og hversu vexti þeirra hafi miðað yfir vetur- inn. Alls náðist að merkja 232 hrognkelsi, en mjög var farið að draga úr aflanum þarna, sem reyndar varð aðeins helmings- afli miðað við í fyrra. Tvö hrognkelsi hafa endurveiðzt (0,9%), bæði inni á Eyja- firði (3. mynd). Dagana 1.—8. júlí fóru fram við Akur- ey og út undan Gróttu við Reykjavík sams konar merkingar og á Húsavík. Merkt voru alls 500 hrognkelsi og hafa 9 þeirra endurveiðzt (1,8%), öll skömmu eftir merkingu og flest á sömu slóðum og þau voru merkt á. Tvö veiddust við Kerlingar- sker í Skerjafirði og tvö við Akranes. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvað endurheimtist úr þessum merkingum að ári. Auk framangreindra merkinga, stóð til að merkja hrognkelsi við A-Grænland, þegar r/s Bjarni Sæmundsson var í fiski- leitarleiðangri þar í apríl síðastliðnum. En það fór á annan veg, vegna þess að engin hrognkelsi veiddust þar. Á Dohrnbanka tókst að merkja tvær grásleppur, en ekk- ert hefur spurzt til þeirra síðan. Hafa því alls verið merkt á þessu ári 1205 hrogn- kelsi. I heild má segja að þessar fyrstu endurheimtur úr hrognkelsamerkingunum bendi til, að hrognkelsin fari víða með ströndum fram og líkur á að aðeins sé um einn stofn að ræða. 2. mynd. Endurheimtustacíir hrognkelsa, sem merkt voru við Vesturland. Tölurnar tákna fjölda daga í sjó.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.